Real varð af mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Casemiro og félagar glutruðu mikilvægum stigum í kvöld.
Casemiro og félagar glutruðu mikilvægum stigum í kvöld. David S. Bustamante/Getty

Real Madrid náði einungis í stig á heimavelli gegn Real Betis er liðin mættust í La Liga á Spáni í kvöld.

Madrídingar voru á heimavelli og þrátt fyrir að vera með boltann meira og eiga fleiri skot náðu þeir ekki að skora.

Lokatölur markalaust jafntefli og er Real því í öðru sætinu með 71 stig, tveimur stigum á eftir Atletico, sem á leik til góða.

Barcelona er í þriðja sætinu með 68 stig og á tvo leiki til góða á Real sem leikur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag.

Real Betis er í sjötta sætinu með 50 stig.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira