90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 12:31 Stuðningsmenn Tottenham mótmæltu stjórn félagsins fyrir leik liðsins við Southampton í miðri viku. MB Media/Getty Images/Sebastian Frej Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54