Innlent

Tvö útköll vegna elds í bifreið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Slökkvilið var í tvígang kallað til í gær vegna elds í bifreið.
Slökkvilið var í tvígang kallað til í gær vegna elds í bifreið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Töluvert annríki var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Alls sinnti slökkviliðið sex útköllum á dælubíl, meðal annars vegna vatnstjóns og í tvígang var slökkvilið kallað til vegna brennandi bifreiða.

Þá voru sjúkrabílar boðaðir í hundrað verkefni, þar af 34 forgangsverkefni og ellefu verkefni tengd covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðfylgjandi mynd er birt með sem virðist tekin á bílastæðinu fyrir utan Pennan Eymundsson við Hallarmúla, ofan við Hilton hótel Nordica.

Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi kom einnig upp eldur í vélarrúmi fólksbíls á þvottaplani við Grjótháls í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×