Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 17:01 Framkvæmdir eru í fullum gangi og stefnt að því að opna snemma í sumar. Á veggnum eru múrsteinaflísar sem Jón Mýrdal flutti inn frá Englandi. Þær er gamlar og framleiddar í kringum árið 1910 og eru úr gömlum iðnaðarhúsnæði. Aðsend Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. „Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
„Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira