„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2021 09:46 Marek Moszczynski í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 í Gamla vesturbænum í Reykjavík síðdegis þann 25. júní í fyrra. Gríðarmikill eldur logaði þá í húsinu, þar sem margir bjuggu– flestir verkafólk af erlendu bergið brotið. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að komast út, sumir með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins í september. Hann er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. „Mikill harmleikur“ Aðalmeðferð í málinu gegn Marek hófst tímanlega klukkan 9:15 í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Eftir nokkrar tilfæringar með gögn sem þurfti að leggja fram tilkynnti Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks þéttskipuðum dómnum; héraðsdómaranum Barböru Björnsdóttur, meðdómara hennar og geðlækni, að Marek hygðist ekki gefa skýrslu. Hann hefði þegar gefið skýrslu hjá lögreglu og þar hefði sannleikur hans komið fram. Marek kom þó fyrir dóminn ásamt túlki sínum og svaraði nokkrum spurningum. Hann játti því að allt hefði verið satt og rétt sem fram kom af hans hálfu í skýrslu hjá lögreglu. „Hvað get ég sagt, ég er saklaus. Mikill harmleikur,“ sagði Marek. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks ásamt Marek og túlki í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Veikur í fyrsta sinn á ævinni Inntur eftir því hvort hann myndi eitthvað eftir deginum sem bruninn varð sagðist hann muna allt saman. „Þó að ég hafi verið veikur,“ bætti hann við. Eins og áður segir er Marek metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Þá sagði hann veikindi sín hafa komið upp þennan dag, 25. júní, í fyrsta sinn á ævinni. Marek sagðist ekki vita hvað það var sem gerðist. „Mikið stress. Var á spítala,“ sagði hann. Veikindin hefðu byrjað í kjölfar þessa. Þá vildi hann engu frekar við bæta heldur staðfesti það sem hann hefði þegar sagt. Hann hefði verið yfirheyrður tvisvar, þrisvar hjá lögreglu. Að því búnu sneri Marek aftur til verjanda síns. Lögreglumenn fylgdu honum loks út úr salnum svo hann gæti fengið sér sígarettu. „Hrópandi mótsögn“ Þinghaldi var lokað að kröfu ákæruvaldsins þegar næsta vitni kom fyrir dóm skömmu fyrir klukkan tíu. Blaðamönnum var því vísað úr dómsal. Stefán Karl verjandi Mareks gerði athugasemd við þetta og sagði það „íroníu“ og „hrópandi mótsögn“ að þinghaldi væri lokað fyrir tiltekið vitni. Sjálfur hafði Stefán Karl óskað eftir því að allt þinghaldið yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning. Hann fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála. Líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Í framhaldi af brunanum hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Reiknað er með því að aðalmeðferð málsins standi yfir mánudag, þriðjudag og miðvikudag en ljúki svo með málflutningi ákæruvaldsins og verjanda á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 í Gamla vesturbænum í Reykjavík síðdegis þann 25. júní í fyrra. Gríðarmikill eldur logaði þá í húsinu, þar sem margir bjuggu– flestir verkafólk af erlendu bergið brotið. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að komast út, sumir með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins í september. Hann er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. „Mikill harmleikur“ Aðalmeðferð í málinu gegn Marek hófst tímanlega klukkan 9:15 í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Eftir nokkrar tilfæringar með gögn sem þurfti að leggja fram tilkynnti Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks þéttskipuðum dómnum; héraðsdómaranum Barböru Björnsdóttur, meðdómara hennar og geðlækni, að Marek hygðist ekki gefa skýrslu. Hann hefði þegar gefið skýrslu hjá lögreglu og þar hefði sannleikur hans komið fram. Marek kom þó fyrir dóminn ásamt túlki sínum og svaraði nokkrum spurningum. Hann játti því að allt hefði verið satt og rétt sem fram kom af hans hálfu í skýrslu hjá lögreglu. „Hvað get ég sagt, ég er saklaus. Mikill harmleikur,“ sagði Marek. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks ásamt Marek og túlki í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Veikur í fyrsta sinn á ævinni Inntur eftir því hvort hann myndi eitthvað eftir deginum sem bruninn varð sagðist hann muna allt saman. „Þó að ég hafi verið veikur,“ bætti hann við. Eins og áður segir er Marek metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Þá sagði hann veikindi sín hafa komið upp þennan dag, 25. júní, í fyrsta sinn á ævinni. Marek sagðist ekki vita hvað það var sem gerðist. „Mikið stress. Var á spítala,“ sagði hann. Veikindin hefðu byrjað í kjölfar þessa. Þá vildi hann engu frekar við bæta heldur staðfesti það sem hann hefði þegar sagt. Hann hefði verið yfirheyrður tvisvar, þrisvar hjá lögreglu. Að því búnu sneri Marek aftur til verjanda síns. Lögreglumenn fylgdu honum loks út úr salnum svo hann gæti fengið sér sígarettu. „Hrópandi mótsögn“ Þinghaldi var lokað að kröfu ákæruvaldsins þegar næsta vitni kom fyrir dóm skömmu fyrir klukkan tíu. Blaðamönnum var því vísað úr dómsal. Stefán Karl verjandi Mareks gerði athugasemd við þetta og sagði það „íroníu“ og „hrópandi mótsögn“ að þinghaldi væri lokað fyrir tiltekið vitni. Sjálfur hafði Stefán Karl óskað eftir því að allt þinghaldið yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning. Hann fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála. Líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Í framhaldi af brunanum hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Reiknað er með því að aðalmeðferð málsins standi yfir mánudag, þriðjudag og miðvikudag en ljúki svo með málflutningi ákæruvaldsins og verjanda á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16
Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49
Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59