Kom inn ganginn í ljósum logum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2021 16:32 Frá brunanum að Bræðraborgarstíg 1. Þrír létust í eldsvoðanum, allt pólskir ríkisborgarar á þrítugsaldri. Vísir/Vilhelm Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. Marek, sem virtist hinn rólegasti við aðalmeðferðina, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir dómi en svaraði þó nokkrum spurningum dómara. Hann lýsti sig jafnframt saklausan og sagði eldsvoðann harmleik. Á eftir honum komu vitni hvert á fætur öðru og gáfu skýrslu. Vitnin bjuggu öll í húsinu að Bræðraborgarstíg 1 þegar eldurinn kviknaði síðdegis 25. júní. Þau eru öll af erlendu bergi brotin, flest frá Póllandi, en einnig frá Rúmeníu og Afganistan. Allir vitnisburðirnir voru því túlkaðir. Þinghald var lokað að beiðni ákæruvaldsins þegar fyrsta vitnið kom fyrir dóminn í dag. Blaðamenn þurftu því að víkja úr salnum á meðan vitnisburðinum stóð. Marek ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni, við aðalmeðferðina í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Angraði hana og kallaði illum nöfnum Næsta vitni sem kom fyrir dóminn bjó að Bræðraborgarstíg 1 með eiginkonu sinni. Hann var í vinnunni daginn sem eldurinn kviknaði en sagði frá því að kona hans hefði hringt í hann og sagt að nágranni þeirra, Marek, væri að haga sér illa. Hann væri „agressívur“, að angra hana og kalla hana illum nöfnum. Hún hefði svo loks hringt í hann og sagt að eitthvað væri líklega að brenna. Hann hefði næst heyrt í henni þegar hún var komin út úr húsinu heilu og höldnu. „Ég veit ekki hvernig ég á að byrja,“ svaraði næsta vitni, annar íbúi sem bjó á annarri hæð hússins, sömu hæð og Marek. Hann sagðist hafa verið inni í herbergi sínu með heyrnartól á sér og ekki tekið eftir eldinum fyrr en hann varð reyks var inni í herberginu. Íbúinn komst út með því að brjóta glugga á herberginu og fór út á þak sem þar var fyrir neðan. Skýrsla sem íbúinn gaf hjá lögreglu um fimm dögum eftir brunann var borin undir hann fyrir dómi. Íbúinn taldi sig hafa sagt þar rétt frá en í skýrslunni kom fram að hann hefði rekist á Marek um hálftíma áður en eldurinn kviknaði. Þá hefði Marek verið að tala um að hann ætlaði til Kaupmannahafnar, væri kominn með leið á öllu og reiður. „Þessi kona var logandi“ Þriðji íbúinn sagðist hafa verið að hita sér súpu inni í herbergi sínu þegar hann heyrði hrópað frammi á pólsku, tungumáli sem hann skildi ekki. Síðar kom í ljós að þarna var einfaldlega hrópað: „Eldur, eldur, eldur!“ Maðurinn lýsti því að hann hefði farið fram til að kanna hvað væri á seyði. Þegar hann opnaði dyrnar hefði hann ekkert séð nema reyk og eld. Kona sem bjó í herberginu við hliðina á honum hefði verið á leið út en komið aftur inn ganginn – og þá í ljósum logum, eins og maðurinn lýsti því. „Hún var logandi. Þessi kona var logandi,“ sagði hann. Hann hefði þá orðið hræddur, lokað að sér inni í herbergi og borið blautan bol upp að vitum sér. Hann hefði loks brotið rúðu í glugga á herberginu til að geta stungið hausnum út og andað. Þegar þarna var komið sögðu hafði nágranni hans stokkið út um gluggann og lá í jörðinni fyrir neðan húsið. Hann hefði beðið eftir hjálp með andlitið út um gluggann. „Þetta voru kannski fimm mínútur en það var mjög langur tími sem ég hélt að ég væri að deyja. […] Ég beið eftir hjálp og bað guð um að ég lifði af.“ Maðurinn sagði að afleiðingar eldsvoðans á andlega heilsu sína væru miklar. Hann vakni á nóttunni, dreymi illa, finni lykt af reyk og vakni og finnist eins og húsið sem hann sé staddur í standi í ljósum logum. „Mér líður mjög illa endalaust,“ sagði maðurinn. Mjög hissa að Marek væri grunaður Fjórði maðurinn sem bar vitni átti heima á þriðju hæð hússins. Hann sagðist hafa vaknað við öskur frammi á gangi síðdegis 25. júní, hlaupið og opnað út á gang. Þar hafi verið allt í svörtum reyk og ekki hægt að sjá neitt. Hann braut rúðu með stól og á endanum stokkið út. Hann hefði ekki átt annarra kosta völ, hann hefði ekki getað andað inni í herberginu vegna reyksins. Þá sagði hann að það hefði komið sér á óvart þegar hann frétti að Marek væri grunaður um íkveikju. „Ég var mjög hissa að þetta væri hann. Eftir því sem ég þekkti af honum hefði mig aldrei grunað að hann væri með andleg veikindi. Hafði aldrei séð hann ofnota áfengi. Veit ekki með önnur efni en ég hef aldrei séð hann haga sér furðulega eða að hann hafi verið agressívur.“ Húsið að Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola 25. júní.Vísir/vilhelm Taugaspenntari eftir spítaladvölina Fimmti íbúinn, eldri maður sem bjó á móti Marek á annarri hæð hússins, sagði Marek hafa verið hlédrægan mann og átt í takmörkuðum samskiptum við hann. Inntur eftir því hvort Marek hefði breyst í aðdraganda eldsvoðans sagði maðurinn að já, Marek hefði hagað sér „furðulega“. „Hvernig á ég að orða þetta. Fyrir brunann var hann á spítala og svo kom hann til baka og var taugaspenntari. En fyrir utan það var ég ekki í sambandi við hann,“ sagði maðurinn. Undir þetta tók sjötti íbúinn, sem var á leið heim af spítala síðdegis 25. Júní þegar í hann var hringt. Í símann hefði verið öskrað „bjargaðu þér“ og símtalið svo slitnað. Maðurinn sagðist hafa kynnst Marek þegar hann flutti inn á Bræðraborgarstíginn en þeir hefðu átt í takmörkuðum samskiptum. Hann hefði hitt Marek um morguninn áður en hann fór á spítalann. Marek var sjálfur á spítala í einhvern tíma áður en bruninn varð. Maðurinn sagði að Marek hefði verið „skrýtinn“ eftir spítaladvölina. Hann gat ekki útskýrt það frekar, nema þá kannski að Marek hefði verið „hræddur“. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Marek, sem virtist hinn rólegasti við aðalmeðferðina, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir dómi en svaraði þó nokkrum spurningum dómara. Hann lýsti sig jafnframt saklausan og sagði eldsvoðann harmleik. Á eftir honum komu vitni hvert á fætur öðru og gáfu skýrslu. Vitnin bjuggu öll í húsinu að Bræðraborgarstíg 1 þegar eldurinn kviknaði síðdegis 25. júní. Þau eru öll af erlendu bergi brotin, flest frá Póllandi, en einnig frá Rúmeníu og Afganistan. Allir vitnisburðirnir voru því túlkaðir. Þinghald var lokað að beiðni ákæruvaldsins þegar fyrsta vitnið kom fyrir dóminn í dag. Blaðamenn þurftu því að víkja úr salnum á meðan vitnisburðinum stóð. Marek ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni, við aðalmeðferðina í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Angraði hana og kallaði illum nöfnum Næsta vitni sem kom fyrir dóminn bjó að Bræðraborgarstíg 1 með eiginkonu sinni. Hann var í vinnunni daginn sem eldurinn kviknaði en sagði frá því að kona hans hefði hringt í hann og sagt að nágranni þeirra, Marek, væri að haga sér illa. Hann væri „agressívur“, að angra hana og kalla hana illum nöfnum. Hún hefði svo loks hringt í hann og sagt að eitthvað væri líklega að brenna. Hann hefði næst heyrt í henni þegar hún var komin út úr húsinu heilu og höldnu. „Ég veit ekki hvernig ég á að byrja,“ svaraði næsta vitni, annar íbúi sem bjó á annarri hæð hússins, sömu hæð og Marek. Hann sagðist hafa verið inni í herbergi sínu með heyrnartól á sér og ekki tekið eftir eldinum fyrr en hann varð reyks var inni í herberginu. Íbúinn komst út með því að brjóta glugga á herberginu og fór út á þak sem þar var fyrir neðan. Skýrsla sem íbúinn gaf hjá lögreglu um fimm dögum eftir brunann var borin undir hann fyrir dómi. Íbúinn taldi sig hafa sagt þar rétt frá en í skýrslunni kom fram að hann hefði rekist á Marek um hálftíma áður en eldurinn kviknaði. Þá hefði Marek verið að tala um að hann ætlaði til Kaupmannahafnar, væri kominn með leið á öllu og reiður. „Þessi kona var logandi“ Þriðji íbúinn sagðist hafa verið að hita sér súpu inni í herbergi sínu þegar hann heyrði hrópað frammi á pólsku, tungumáli sem hann skildi ekki. Síðar kom í ljós að þarna var einfaldlega hrópað: „Eldur, eldur, eldur!“ Maðurinn lýsti því að hann hefði farið fram til að kanna hvað væri á seyði. Þegar hann opnaði dyrnar hefði hann ekkert séð nema reyk og eld. Kona sem bjó í herberginu við hliðina á honum hefði verið á leið út en komið aftur inn ganginn – og þá í ljósum logum, eins og maðurinn lýsti því. „Hún var logandi. Þessi kona var logandi,“ sagði hann. Hann hefði þá orðið hræddur, lokað að sér inni í herbergi og borið blautan bol upp að vitum sér. Hann hefði loks brotið rúðu í glugga á herberginu til að geta stungið hausnum út og andað. Þegar þarna var komið sögðu hafði nágranni hans stokkið út um gluggann og lá í jörðinni fyrir neðan húsið. Hann hefði beðið eftir hjálp með andlitið út um gluggann. „Þetta voru kannski fimm mínútur en það var mjög langur tími sem ég hélt að ég væri að deyja. […] Ég beið eftir hjálp og bað guð um að ég lifði af.“ Maðurinn sagði að afleiðingar eldsvoðans á andlega heilsu sína væru miklar. Hann vakni á nóttunni, dreymi illa, finni lykt af reyk og vakni og finnist eins og húsið sem hann sé staddur í standi í ljósum logum. „Mér líður mjög illa endalaust,“ sagði maðurinn. Mjög hissa að Marek væri grunaður Fjórði maðurinn sem bar vitni átti heima á þriðju hæð hússins. Hann sagðist hafa vaknað við öskur frammi á gangi síðdegis 25. júní, hlaupið og opnað út á gang. Þar hafi verið allt í svörtum reyk og ekki hægt að sjá neitt. Hann braut rúðu með stól og á endanum stokkið út. Hann hefði ekki átt annarra kosta völ, hann hefði ekki getað andað inni í herberginu vegna reyksins. Þá sagði hann að það hefði komið sér á óvart þegar hann frétti að Marek væri grunaður um íkveikju. „Ég var mjög hissa að þetta væri hann. Eftir því sem ég þekkti af honum hefði mig aldrei grunað að hann væri með andleg veikindi. Hafði aldrei séð hann ofnota áfengi. Veit ekki með önnur efni en ég hef aldrei séð hann haga sér furðulega eða að hann hafi verið agressívur.“ Húsið að Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola 25. júní.Vísir/vilhelm Taugaspenntari eftir spítaladvölina Fimmti íbúinn, eldri maður sem bjó á móti Marek á annarri hæð hússins, sagði Marek hafa verið hlédrægan mann og átt í takmörkuðum samskiptum við hann. Inntur eftir því hvort Marek hefði breyst í aðdraganda eldsvoðans sagði maðurinn að já, Marek hefði hagað sér „furðulega“. „Hvernig á ég að orða þetta. Fyrir brunann var hann á spítala og svo kom hann til baka og var taugaspenntari. En fyrir utan það var ég ekki í sambandi við hann,“ sagði maðurinn. Undir þetta tók sjötti íbúinn, sem var á leið heim af spítala síðdegis 25. Júní þegar í hann var hringt. Í símann hefði verið öskrað „bjargaðu þér“ og símtalið svo slitnað. Maðurinn sagðist hafa kynnst Marek þegar hann flutti inn á Bræðraborgarstíginn en þeir hefðu átt í takmörkuðum samskiptum. Hann hefði hitt Marek um morguninn áður en hann fór á spítalann. Marek var sjálfur á spítala í einhvern tíma áður en bruninn varð. Maðurinn sagði að Marek hefði verið „skrýtinn“ eftir spítaladvölina. Hann gat ekki útskýrt það frekar, nema þá kannski að Marek hefði verið „hræddur“.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16
Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49
Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59