Áflog eftir leik í Mjólkurbikarnum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2021 07:00 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Það var hiti í mönnum eftir leik Úlfana og Ísbjarnarins í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins en leikið var í Safamýrinni. Leikur liðanna fór fram á föstudag en Úlfarnir unnu 2-0 sigur. Það var svo eftir leikinn sem allt sauð upp úr, virðist vera. Fjallað var um atvikið í þættinum Innkastið x Ástríðan á Fótbolti.net en í hlaðvarpsþættinum var farið yfir 1. umferð Mjólkurbikarsins. „Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks,“ sagði Sverrir Mar Smárason, einn þáttarstjórnandanna. „Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til.“ Úlfarnir unnu 2-0 sigur og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla á meðan Ísbjörninn situr eftir með sárt ennið. „Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni,“ sagði Sverrir áður en Ingólfur Sigurðsson tók við. „Þetta er glatað að heyra.“ Ísbjörninn gaf síðan í gær út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu frásögnina storlega ýkta. Þeir sögðu einnig málið í rannsókn hjá lögreglu og ekki yrði farið nánar út í atburðarrásina. „Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás,“ segir í yfirlýsingunni. Mjólkurbikarinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á föstudag en Úlfarnir unnu 2-0 sigur. Það var svo eftir leikinn sem allt sauð upp úr, virðist vera. Fjallað var um atvikið í þættinum Innkastið x Ástríðan á Fótbolti.net en í hlaðvarpsþættinum var farið yfir 1. umferð Mjólkurbikarsins. „Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks,“ sagði Sverrir Mar Smárason, einn þáttarstjórnandanna. „Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til.“ Úlfarnir unnu 2-0 sigur og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla á meðan Ísbjörninn situr eftir með sárt ennið. „Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni,“ sagði Sverrir áður en Ingólfur Sigurðsson tók við. „Þetta er glatað að heyra.“ Ísbjörninn gaf síðan í gær út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu frásögnina storlega ýkta. Þeir sögðu einnig málið í rannsókn hjá lögreglu og ekki yrði farið nánar út í atburðarrásina. „Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás,“ segir í yfirlýsingunni.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira