Búddastellingin hans Baldurs stal senunni í Domino´s Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 13:30 Baldur Ragnarsson í búddastellingunni í leikhléi Tindastóls á úrslitastundu í leiknum á móti gömlu lærisveinum Baldurs í Þór frá Þorlákshöfn. Stöð 2 Sport Baldur Þór Ragnarsson er búinn að stýra Tindastólsliðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum eftir kórónuveirustopp. Það var þó enn á ný leikhlé hans sem var mikið í umræðunni í uppgjöri Domino´s Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var í viðtali í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir sigur hans mann í Njarðvík í gær. Viðar klikkar sjaldnast í viðtölum og svo var heldur ekki í gær. Það var sérstaklega skot hans í enda viðtalsins sem vakti hlátur í settinu. „Kannski að fá Benna Gum til að setjast í búddastellinguna hans Baldurs þá fer ég að horfa á þetta á eftir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson léttur í lok viðtalsins. „Ég ætlaði ekki að segja neitt í þessu viðtali af því að ég vissi að þá kæmi eitthvað. Ég sagði ekki neitt en samt þurfti hann að koma mér að hérna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Umrædd búddastelling Baldurs var síðan tekin fyrir seinna í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Búddastelling Baldurs „Viðar Örn kom inn á þetta í byrjun í þessarar útsendingar. Það er þessi stelling hans Baldurs (Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls) í stöðunni 88-87. Þessi jógastelling fyrir framan liðið sitt. Hafið þið séð þjálfara sitja svona áður,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson sérfræðinga sína. „Kannski hefur Sævar séð þetta en ég hef ekki séð þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson en Sævar hafði bara séð slíkt í jógamyndböndum. „Hvað er að manninum,“ spurði Sævar Sævarsson hlæjandi. „Það er samt svo gaman þegar einhver er svona öðruvísi. Það var allt í einu eins og það væri komin bein útsending úr Frístund. Baldur er að koma með öðruvísi nálgun á þetta. Hann er með búddastellinguna og allir eiga að snerta spjaldið. Það er bara hending ef hann er í skóm og sokkum þegar hann er að þjálfa. Ég hef gaman af einhverju svona öðruvísi,“ sagði Benedikt. „Maður lifir fyrir að fylgjast með einhverju sem er skrýtið og þetta er svo sannarlega mjög skrýtið,“ sagði Sævar. Það má sjá umfjöllunina og búddastellinguna hans Baldurs í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var í viðtali í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir sigur hans mann í Njarðvík í gær. Viðar klikkar sjaldnast í viðtölum og svo var heldur ekki í gær. Það var sérstaklega skot hans í enda viðtalsins sem vakti hlátur í settinu. „Kannski að fá Benna Gum til að setjast í búddastellinguna hans Baldurs þá fer ég að horfa á þetta á eftir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson léttur í lok viðtalsins. „Ég ætlaði ekki að segja neitt í þessu viðtali af því að ég vissi að þá kæmi eitthvað. Ég sagði ekki neitt en samt þurfti hann að koma mér að hérna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Umrædd búddastelling Baldurs var síðan tekin fyrir seinna í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Búddastelling Baldurs „Viðar Örn kom inn á þetta í byrjun í þessarar útsendingar. Það er þessi stelling hans Baldurs (Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls) í stöðunni 88-87. Þessi jógastelling fyrir framan liðið sitt. Hafið þið séð þjálfara sitja svona áður,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson sérfræðinga sína. „Kannski hefur Sævar séð þetta en ég hef ekki séð þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson en Sævar hafði bara séð slíkt í jógamyndböndum. „Hvað er að manninum,“ spurði Sævar Sævarsson hlæjandi. „Það er samt svo gaman þegar einhver er svona öðruvísi. Það var allt í einu eins og það væri komin bein útsending úr Frístund. Baldur er að koma með öðruvísi nálgun á þetta. Hann er með búddastellinguna og allir eiga að snerta spjaldið. Það er bara hending ef hann er í skóm og sokkum þegar hann er að þjálfa. Ég hef gaman af einhverju svona öðruvísi,“ sagði Benedikt. „Maður lifir fyrir að fylgjast með einhverju sem er skrýtið og þetta er svo sannarlega mjög skrýtið,“ sagði Sævar. Það má sjá umfjöllunina og búddastellinguna hans Baldurs í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira