Vonast til að þrennu-Rasmus komi aftur til Víkings en bíður enn eftir Kwame Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 14:40 Arnar Gunnlaugsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er bærilega bjartsýnn á að Rasmus Nissen leiki með Víkingum í sumar. Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31