Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2021 20:01 Þúsundir Indverja látast nú á hverjum degi af völdum kórónuveirunnar. Í Virar, bæ nærri Mumbai, hefur þessari bráðabirgðabálstofu verið komið upp. AP/Rajanish Kakade Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. Undir berum himni í höfuðborginni Nýju-Delí hefur bráðabirgðabálstofu verið komið upp til að brenna hin látnu. Verið er að koma upp sams konar aðstöðu í til dæmis almenningsgörðum og á bílastæðum víðar í borginni en álagið er margfalt meira en afkastageta bálstofa í Nýju-Delí. Gærdagurinn var sá fyrsti í fimm daga þar sem Indverjar slógu ekki heimsmet í fjölda smitaðra á einum degi. Þó greindust rétt tæp 320 þúsund með veiruna og yfirvöld segja að raunverulegur fjöldi sé líklega töluvert meiri. Færri komast enn að á sjúkrahús en þurfa og súrefni er af afar skornum skammti. Tilraunir stjórnvalda til að leysa úr súrefnisskorti hafa ekki enn borið árangur. „Við erum úrvinda. Það hafa samt ekki alveg jafnmargir látist hér og á öðrum bráðamóttökum. Ég fæ um 50 símtöl á hverjum degi þar sem fólk er að biðja um sjúkrapláss, súrefniskúta, lyf. Við eigum einfaldlega ekkert slíkt og sjúklingarnir eru við dauðans dyr,“ sagði Piush Girdar, læknir í Nýju-Delí, við AP-fréttaveituna í dag. Fyrstu hjálparsendingarnar bárust til Indlands í morgun. Flugvél frá Bretlandi lenti í Nýju-Delí með 95 súrefnisþjöppur og 200 öndunarvélar. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Ísraelar og Pakistanar hafa einnig lofað að senda nauðsynjar til þessa næstfjölmennasta lands heims. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Undir berum himni í höfuðborginni Nýju-Delí hefur bráðabirgðabálstofu verið komið upp til að brenna hin látnu. Verið er að koma upp sams konar aðstöðu í til dæmis almenningsgörðum og á bílastæðum víðar í borginni en álagið er margfalt meira en afkastageta bálstofa í Nýju-Delí. Gærdagurinn var sá fyrsti í fimm daga þar sem Indverjar slógu ekki heimsmet í fjölda smitaðra á einum degi. Þó greindust rétt tæp 320 þúsund með veiruna og yfirvöld segja að raunverulegur fjöldi sé líklega töluvert meiri. Færri komast enn að á sjúkrahús en þurfa og súrefni er af afar skornum skammti. Tilraunir stjórnvalda til að leysa úr súrefnisskorti hafa ekki enn borið árangur. „Við erum úrvinda. Það hafa samt ekki alveg jafnmargir látist hér og á öðrum bráðamóttökum. Ég fæ um 50 símtöl á hverjum degi þar sem fólk er að biðja um sjúkrapláss, súrefniskúta, lyf. Við eigum einfaldlega ekkert slíkt og sjúklingarnir eru við dauðans dyr,“ sagði Piush Girdar, læknir í Nýju-Delí, við AP-fréttaveituna í dag. Fyrstu hjálparsendingarnar bárust til Indlands í morgun. Flugvél frá Bretlandi lenti í Nýju-Delí með 95 súrefnisþjöppur og 200 öndunarvélar. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Ísraelar og Pakistanar hafa einnig lofað að senda nauðsynjar til þessa næstfjölmennasta lands heims.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira