Hefur mætt flestum stærstu stjórunum og enginn þeirra hefur unnið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Thomas Tuchel hefur breytt miklu hjá Chelsea síðan hann tók við á Brúnni. EPA-EFE/Andy Rain Thomas Tuchel er að gera mjög flotta hluti með Chelsea liðið og liðið hans er í fínum málum eftir fyrri undanúrslitaleikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira