Samanburður við mars 2020 sýnir að atvinnulausum fjölgaði um 11.200 manns á milli ára eða um 5,4 prósentustig.
Töluverður slaki var á vinnumarkaði í mánuðinum. Niðurstöður Hagstofunnar sýna að um 37.600 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu sem jafngildir 17,4% af einstaklingum á vinnumarkaði og mögulegu vinnuafli.
Af þeim voru 44,3% atvinnulausir, 17,9% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 16,2% í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 21,6% starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira. Samanburður við mars 2020 sýnir að slaki á vinnumarkaði hefur aukist um 7,2 prósentustig á milli ára. Sambærilegar tölur um slaka mátti sjá í október 2020.
Hlutfall starfandi dróst saman
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 78,1% í mars og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 71,8%. Samanburður við febrúar 2021 sýnir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 0,3 prósentustig á milli mánaða og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 1,9 prósentustig.
Samanburður við mars 2020 sýnir að hlutfall starfandi dróst saman um 2,6 prósentustig á meðan atvinnuþátttaka jókst um 1,4 prósentustig á milli ára. Þó sjá megi nokkra aukningu í atvinnuþátttöku á milli ára er atvinnuþátttaka þó töluvert lægri nú en í mars árin 2017 til 2019 þegar hún var á bilinu 79,3% til 83,0%.