Sport

Mayweather mætir YouTube-stjörnu í hringnum í júní

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Floyd Mayweather hefur ekki keppt síðan hann vann Conor McGregor fyrir fjórum árum.
Floyd Mayweather hefur ekki keppt síðan hann vann Conor McGregor fyrir fjórum árum. getty/Al Bello

Floyd Mayweather og YouTube-stjarnan Logan Paul mætast í boxbardaga í Miami 6. júní næstkomandi.

Mayweather og Paul áttu upphaflega að mætast 20. febrúar en bardaganum var frestað um fjóra mánuði. Nú er ljóst að þeir mætast í einhvers konar æfingabardaga í byrjun júní.

Paul tapaði fyrsta og eina boxbardaga sínum á ferlinum fyrir annarri YouTube-stjörnu, KSI, fyrir tveimur árum.

Hinn 44 ára Mayweather hefur unnið alla fimmtíu bardaga sína á ferlinum. Síðasti boxbardagi hans var gegn Conor McGregor 2017. Þá vann Mayweather með tæknilegu rothöggi.

Mayweather mætti japanska sparkboxaranum Tenshin Nasukawa í æfingabardaga í desember 2018. Það tók Mayweather aðeins 140 sekúndur að vinna Nasukawa.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×