Skuldaði hinni látnu um 176 milljónir króna eftir dómsmál Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 13:01 Maðurinn var handtekinn í bíl sínum á E18-hraðbrautinni skömmu eftir morðið. Getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á götu úti í Frogner-hverfi í norsku höfuðborginni Osló í morgun, skuldaði hinni látnu 11,8 milljónir norskra króna. Maðurinn hafði nýverið verið dæmdur til greiðslu bóta í dómsmáli sem staðið hafði í mörg ár. NRK segir að norska lögreglan rannsaki nú hvað hafi leitt manninn, sem er á fertugsaldri, til að skjóta konunasem var á sextugsaldri. Lögregla sé meðvituð um tengsl konunnar og banamanns hennar, en þau tengdust ekki fjölskylduböndum. „Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið tilviljun,“ segir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 8:30 að staðartíma, en konan var úrskurðuð látin þegar sjúkralið bar að garði. Árásin átti sér stað á Tostrups gate í Frogner. Einungis þremur mínútum eftir að tilkynning barst lögreglu var maður handtekinn í bíl á E18-hraðbrautinni, um sjö kílómetrum frá vettvangi árásarinnar, en hann var á leið út úr bænum. Ábendingar höfðu þá borist um að maður hafi yfirgefið vettvanginn í bíl á miklum hraða. Skotvopn fannst í bíl mannsins sem talið er vera morðvopnið. Norskir fjölmiðlar greina frá því að í umræddum dómsmálum hafi maðurinn verið dæmdur til að greiða konunni 11,8 milljónir norskra króna, um 176 milljónir íslenskra, í bætur í tengslum við framkvæmdir í tveimur fasteignum sem voru í eigu hinnar látnu. Þá var maðurinn sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund norskra króna, um 13,5 milljónir íslenskra króna, vegna lögmannskostnaðar konunnar í málinu. Konan hafði selt dýra íbúð í Osló langt undir ásettu verði, eftir að maðurinn og félag hans höfðu staðið þar að framkvæmdum og við þær þverbrotið byggingareglugerðir. Konan leitaði til dómstóla vegna málsins og var maðurinn dæmdur til greiðslu skaðabóta. Deilur þeirra höfðu staðið um margra ára skeið, en síðar í vikunni stóð til að fara fram á gjaldþrotaskipti á félagi mannsins. Noregur Tengdar fréttir Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
NRK segir að norska lögreglan rannsaki nú hvað hafi leitt manninn, sem er á fertugsaldri, til að skjóta konunasem var á sextugsaldri. Lögregla sé meðvituð um tengsl konunnar og banamanns hennar, en þau tengdust ekki fjölskylduböndum. „Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið tilviljun,“ segir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 8:30 að staðartíma, en konan var úrskurðuð látin þegar sjúkralið bar að garði. Árásin átti sér stað á Tostrups gate í Frogner. Einungis þremur mínútum eftir að tilkynning barst lögreglu var maður handtekinn í bíl á E18-hraðbrautinni, um sjö kílómetrum frá vettvangi árásarinnar, en hann var á leið út úr bænum. Ábendingar höfðu þá borist um að maður hafi yfirgefið vettvanginn í bíl á miklum hraða. Skotvopn fannst í bíl mannsins sem talið er vera morðvopnið. Norskir fjölmiðlar greina frá því að í umræddum dómsmálum hafi maðurinn verið dæmdur til að greiða konunni 11,8 milljónir norskra króna, um 176 milljónir íslenskra, í bætur í tengslum við framkvæmdir í tveimur fasteignum sem voru í eigu hinnar látnu. Þá var maðurinn sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund norskra króna, um 13,5 milljónir íslenskra króna, vegna lögmannskostnaðar konunnar í málinu. Konan hafði selt dýra íbúð í Osló langt undir ásettu verði, eftir að maðurinn og félag hans höfðu staðið þar að framkvæmdum og við þær þverbrotið byggingareglugerðir. Konan leitaði til dómstóla vegna málsins og var maðurinn dæmdur til greiðslu skaðabóta. Deilur þeirra höfðu staðið um margra ára skeið, en síðar í vikunni stóð til að fara fram á gjaldþrotaskipti á félagi mannsins.
Noregur Tengdar fréttir Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13