„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2021 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. „Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði. Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði.
Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira