Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 21:54 Vestræn stjórnvöld telja að Rússar beiti kórónuveirubóluefninu Spútnik V sem tóli til að styðja markmið sín í utanríkismálum, þar á meðal að reyna á samstöðu Evrópuríkja. AP/Matias Delacroix Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02
Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15