Fylgist með þessum í Pepsi Max-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 13:00 vísir/hulda margrét/bára Vísir hefur tekið saman tíu unga og efnilega leikmenn í Pepsi Max-deild karla sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í sumar. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals fá ÍA í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eins og á hverju tímabili eru fjölmargir ungir og efnilegir leikmenn sem gætu sprungið út í Pepsi Max-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá tíu spennandi leikmenn sem vert er að fylgjast með í Pepsi Max-deildinni í sumar. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Jason Daði kom vel inn í lið Breiðabliks á undirbúningstímabilinu.vísir/hulda margrét Annar leikmaðurinn á jafn mörgum árum sem Blikar sækja í Mosfellsbæinn. Róbert Orri Þorkelsson gerði það gott hjá Breiðabliki á síðasta tímabili og þess verður ekki langt að bíða að hann taki skrefið út í atvinnumennsku. Jason var lykilmaður hjá Aftureldingu í þrjú tímabil, lék 64 deildarleiki með liðinu og skoraði þrettán mörk. Afar skemmtilegur kantmaður sem átti fantagott undirbúningstímabil og gæti slegið í gegn í grænu treyjunni í sumar. Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) Rúnar Þór gæti verið ofarlega á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn Pepsi Max-deildarinnar í sumar.vísir/hulda margrét Sóknarbakvörður eins og þeir gerast bestir. Rúnar átti skínandi gott tímabil þegar Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra og lagði upp haug af mörkum. Afar mikilvægur í sóknarleik Keflvíkinga og með frábæran vinstri fót. Er mjög eftirsóttur en tekur slaginn með Keflavík í sumar og ætlar að hjálpa þeim að halda sér í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli Magnússon (Leiknir) Sævar Atli skoraði þrettán mörk í Lengjudeildinni í fyrra.vísir/vilhelm Sennilega er enginn leikmaður í Pepsi Max-deildinni mikilvægari fyrir sitt lið en Sævar fyrir Leikni. Hann var aðeins nítján ára þegar hann var gerður að fyrirliða Leiknis og á fyrsta tímabili í því hlutverki leiddi hann Breiðhyltinga upp í Pepsi Max-deildina. Breiðablik vann kapphlaupið um Sævar en Kópavogsliðið lánaði hann strax aftur til Leiknis. Hann ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta mætt Leikni í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Brynjar Snær verður í eldlínunni þegar ÍA sækir Val heim í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.vísir/hulda margrét Borgnesingurinn átti ljómandi gott tímabil í fyrra þótt hann hafi svolítið fallið í skuggann af Tryggva Hrafni Haraldssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni. Brynjar lék bæði sem miðjumaður og bakvörður á síðasta tímabili og lagði upp þrjú mörk með sínum góða vinstri fæti. Hlutverk Brynjars verður enn stærra á þessu tímabili og hann þarf að taka á sig aukna ábyrgð eftir brotthvarf Tryggva og Stefáns. Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Unnar Steinn þreytir frumraun sína í deild þeirra bestu í sumar.vísir/hulda margrét Neðri deildar nördar hafa vitað af Unnari Steini í nokkur ár en nú kemur hann loks fyrir sjónir almennings ef svo má segja. Hefur leikið vel með Fram í Lengjudeildinni undanfarin ár en er nú mættur í Pepsi Max-deildina með Fylki. Unnari kippir í kynið en faðir hans, Ingvar Þór Ólason, var mikill miðjuþjarkur á sínum tíma og lék 171 leik í efstu deild. Miðjumenn Fylkis eru ungir fyrir utan Helga Val Daníelsson, elsta leikmann deildarinnar. Hann ætti að geta kennt Unnari og félögum eitt og annað. Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Spennandi verður að sjá hversu stórt hlutverk Vuks Oskars hjá FH verður.vísir/hulda margrét Samdi við FH í fyrra en var strax lánaður til Leiknis. Vuk átti frábært tímabil í Lengjudeildinni, skoraði tólf mörk í nítján leikjum og hjálpaði Leiknismönnum að komast upp í Pepsi Max-deildina. Var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar og var í liði ársins. Vuk er nú mættur í Pepsi Max-deildina í gríðarlega öflugu liði FH. Serbneska blómið gæti sprungið út í sumar. Kristall Máni Ingason (Víkingur) Það virðist hafa verið þjóðráð að færa Kristal Mána framar á völlinn.vísir/bára Eftir dvöl hjá FC Köbenhavn kom Kristall heim síðasta sumar og gekk í raðir Víkings. Frammistaða hans í fyrra sætti engum tíðindum en þá var hann notaður aftarlega á miðjunni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, færði Arnar hins vegar framar á völlinn í vetur og það reyndist góð ákvörðun. Kristall spilaði mjög vel á undirbúningstímabilinu og kom að slatta að mörkum. Víkingar þurfa á mörkum og stoðsendingum frá Kristalli að halda í sumar til að dempa höggið eftir brotthvarf Óttars Magnúsar Karlssonar og Ágústs Eðvalds Hlynssonar. Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Davíð Snær mun hafa mikið um það að segja hvernig Keflavík gengur í sumar.vísir/hulda margrét Fékk nasaþefinn af Pepsi Max-deildinni á matrðartímabilinu 2018 hjá Keflavík, þá aðeins sextán ára. Hefur verið lykilmaður í Keflavíkurliðinu síðan þá og lék einkar vel í Lengjudeildinni í fyrra. Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára er Davíð kominn með talsvert mikla reynslu og hefur leikið 47 deildarleiki fyrir Keflavík. Á að baki fjörutíu leiki fyrir yngri landslið Íslands og lék með U-17 ára landsliðinu á EM 2020. Sonur Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem lék lengi með Keflavík og er mikil hetja hjá félaginu. Daníel Finns Matthíasson (Leiknir) Daníel Finns átti gott tímabil í fyrra.vísir/hulda margrét Tvítugur miðjumaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Leikni í Lengjudeildinni undanfarin tvö ár. Lék fimmtán deildarleiki og skoraði þrjú mörk í fyrra. Skrifaði undir nýjan samning við Leikni í vetur og verður mjög mikilvægur fyrir liðið í sumar. Afar góður spyrnumaður sem Leiknismenn treysta mikið á. Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Gísli Laxdal verður væntanlega í stóru hlutverki hjá ÍA í sumar.vísir/bára Fékk eldskírn sína í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Lék sautján leiki og skoraði tvö mörk. Afar beinskeyttur kantmaður. Býr yfir miklum hraða og tekur góð hlaup inn fyrir varnir andstæðinganna. Eins og Brynjar Snær og fleiri þarf að hann að taka skref fram á við í sumar til að Skagamenn haldi sér réttu megin við fallstrikið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals fá ÍA í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eins og á hverju tímabili eru fjölmargir ungir og efnilegir leikmenn sem gætu sprungið út í Pepsi Max-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá tíu spennandi leikmenn sem vert er að fylgjast með í Pepsi Max-deildinni í sumar. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Jason Daði kom vel inn í lið Breiðabliks á undirbúningstímabilinu.vísir/hulda margrét Annar leikmaðurinn á jafn mörgum árum sem Blikar sækja í Mosfellsbæinn. Róbert Orri Þorkelsson gerði það gott hjá Breiðabliki á síðasta tímabili og þess verður ekki langt að bíða að hann taki skrefið út í atvinnumennsku. Jason var lykilmaður hjá Aftureldingu í þrjú tímabil, lék 64 deildarleiki með liðinu og skoraði þrettán mörk. Afar skemmtilegur kantmaður sem átti fantagott undirbúningstímabil og gæti slegið í gegn í grænu treyjunni í sumar. Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) Rúnar Þór gæti verið ofarlega á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn Pepsi Max-deildarinnar í sumar.vísir/hulda margrét Sóknarbakvörður eins og þeir gerast bestir. Rúnar átti skínandi gott tímabil þegar Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra og lagði upp haug af mörkum. Afar mikilvægur í sóknarleik Keflvíkinga og með frábæran vinstri fót. Er mjög eftirsóttur en tekur slaginn með Keflavík í sumar og ætlar að hjálpa þeim að halda sér í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli Magnússon (Leiknir) Sævar Atli skoraði þrettán mörk í Lengjudeildinni í fyrra.vísir/vilhelm Sennilega er enginn leikmaður í Pepsi Max-deildinni mikilvægari fyrir sitt lið en Sævar fyrir Leikni. Hann var aðeins nítján ára þegar hann var gerður að fyrirliða Leiknis og á fyrsta tímabili í því hlutverki leiddi hann Breiðhyltinga upp í Pepsi Max-deildina. Breiðablik vann kapphlaupið um Sævar en Kópavogsliðið lánaði hann strax aftur til Leiknis. Hann ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta mætt Leikni í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Brynjar Snær verður í eldlínunni þegar ÍA sækir Val heim í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.vísir/hulda margrét Borgnesingurinn átti ljómandi gott tímabil í fyrra þótt hann hafi svolítið fallið í skuggann af Tryggva Hrafni Haraldssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni. Brynjar lék bæði sem miðjumaður og bakvörður á síðasta tímabili og lagði upp þrjú mörk með sínum góða vinstri fæti. Hlutverk Brynjars verður enn stærra á þessu tímabili og hann þarf að taka á sig aukna ábyrgð eftir brotthvarf Tryggva og Stefáns. Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Unnar Steinn þreytir frumraun sína í deild þeirra bestu í sumar.vísir/hulda margrét Neðri deildar nördar hafa vitað af Unnari Steini í nokkur ár en nú kemur hann loks fyrir sjónir almennings ef svo má segja. Hefur leikið vel með Fram í Lengjudeildinni undanfarin ár en er nú mættur í Pepsi Max-deildina með Fylki. Unnari kippir í kynið en faðir hans, Ingvar Þór Ólason, var mikill miðjuþjarkur á sínum tíma og lék 171 leik í efstu deild. Miðjumenn Fylkis eru ungir fyrir utan Helga Val Daníelsson, elsta leikmann deildarinnar. Hann ætti að geta kennt Unnari og félögum eitt og annað. Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Spennandi verður að sjá hversu stórt hlutverk Vuks Oskars hjá FH verður.vísir/hulda margrét Samdi við FH í fyrra en var strax lánaður til Leiknis. Vuk átti frábært tímabil í Lengjudeildinni, skoraði tólf mörk í nítján leikjum og hjálpaði Leiknismönnum að komast upp í Pepsi Max-deildina. Var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar og var í liði ársins. Vuk er nú mættur í Pepsi Max-deildina í gríðarlega öflugu liði FH. Serbneska blómið gæti sprungið út í sumar. Kristall Máni Ingason (Víkingur) Það virðist hafa verið þjóðráð að færa Kristal Mána framar á völlinn.vísir/bára Eftir dvöl hjá FC Köbenhavn kom Kristall heim síðasta sumar og gekk í raðir Víkings. Frammistaða hans í fyrra sætti engum tíðindum en þá var hann notaður aftarlega á miðjunni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, færði Arnar hins vegar framar á völlinn í vetur og það reyndist góð ákvörðun. Kristall spilaði mjög vel á undirbúningstímabilinu og kom að slatta að mörkum. Víkingar þurfa á mörkum og stoðsendingum frá Kristalli að halda í sumar til að dempa höggið eftir brotthvarf Óttars Magnúsar Karlssonar og Ágústs Eðvalds Hlynssonar. Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Davíð Snær mun hafa mikið um það að segja hvernig Keflavík gengur í sumar.vísir/hulda margrét Fékk nasaþefinn af Pepsi Max-deildinni á matrðartímabilinu 2018 hjá Keflavík, þá aðeins sextán ára. Hefur verið lykilmaður í Keflavíkurliðinu síðan þá og lék einkar vel í Lengjudeildinni í fyrra. Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára er Davíð kominn með talsvert mikla reynslu og hefur leikið 47 deildarleiki fyrir Keflavík. Á að baki fjörutíu leiki fyrir yngri landslið Íslands og lék með U-17 ára landsliðinu á EM 2020. Sonur Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem lék lengi með Keflavík og er mikil hetja hjá félaginu. Daníel Finns Matthíasson (Leiknir) Daníel Finns átti gott tímabil í fyrra.vísir/hulda margrét Tvítugur miðjumaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Leikni í Lengjudeildinni undanfarin tvö ár. Lék fimmtán deildarleiki og skoraði þrjú mörk í fyrra. Skrifaði undir nýjan samning við Leikni í vetur og verður mjög mikilvægur fyrir liðið í sumar. Afar góður spyrnumaður sem Leiknismenn treysta mikið á. Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Gísli Laxdal verður væntanlega í stóru hlutverki hjá ÍA í sumar.vísir/bára Fékk eldskírn sína í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Lék sautján leiki og skoraði tvö mörk. Afar beinskeyttur kantmaður. Býr yfir miklum hraða og tekur góð hlaup inn fyrir varnir andstæðinganna. Eins og Brynjar Snær og fleiri þarf að hann að taka skref fram á við í sumar til að Skagamenn haldi sér réttu megin við fallstrikið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira