Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2021 14:53 Alls eru 34 í einangrun á Suðurlandi. Elín Freyja Hauksdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm/HSU Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10
Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19