„Kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2021 07:01 Salka Sól varð fyrir miklu einelti á sínum tíma. Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld hefur verið fyrirferðarmikil í skemmtanabransanum hér á landi í nokkur ár. Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira