Granada gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur á Barcelona í La Liga í kvöld en Börsungar áttu möguleika á að komast á toppinn.
Það voru Börsungar sem komust yfir en á 23. mínútu skoraði Lionel Messi enn eitt markið á þessu ári, nú eftir undirbúning Antoine Griezmann.
Börsungar leiddu 1-0 í hálfleik en Darwin Machis jafnaði metin fyrir Granada á 63. mínútu.
Stundarfjórðungi síðar skoraði Jorge Molina sigurmarkið með glæsilegum skalla en Jorge er á 40. aldursári.
👴 - Oldest goalscorers against Barcelona in La Liga
— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 29, 2021
👉39-224 - Alfredo Di Stéfano (Espanyol), 13 February 1966
👉39-007 - Jorge Molina (Granada), 29 April 2021#BARGRA #barcaGranada
Börsungar gátu farið á toppnum með sigri en eru þess í stað í þriðja sætinu með 71 stig, jafn mörg og Real í öðru sætinu, en tveimur stigum á eftir Atletico á toppnum.
Barcelona tapaði ekki bara leik kvöldsins heldur fékk stjóra þeirra Ronald Koeman rautt spjald í síðari hálfleiknum og verður upp í stúku í næstu umferð.
Granada er í áttunda sætinu.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.