Mikilvægi bandarískra ferðamanna Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. apríl 2021 08:01 Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Nemur það ríflega fimmtungi allra þeirra sem bólusettir hafa verið gegn veirunni á heimsvísu. Standist áætlanir þar í landi um að öllum fullorðnum hafi boðist bólusetning fyrir lok júnímánaðar má því búast við að ferðaþyrst þjóðin sé þegar farin að líta í kringum sig. Af leitarvélagögnum að dæma hefur áhugi á Íslandi aukist til muna undanfarnar vikur og samkvæmt könnun Íslandsstofu var hlutfall Bandaríkjamanna sem líklegt taldi að landið yrði sótt heim innan sex mánaða mun hærra en meðal annarra þjóðerna sem spurð voru. Dýrmætir gestir Í aðdraganda kórónuveirufaraldursins hafði hlutfall Bandaríkjamanna hækkað umtalsvert meðal ferðamanna hér á landi. Árið 2011 voru þeir 11% gesta okkar en hlutfallið náði 30% árið 2018. Þarlendir ferðamenn dvöldu þá að meðaltali 17% skemur hér á landi en ferðamenn almennt en voru hins vegar duglegir að taka upp veskið en einungis Kínverjar eyddu hér hærri fjárhæðum dag hvern meðan á dvöl þeirra stóð. Nam eyðsla þeirra 45.000 krónum daglega á verðlagi dagsins í dag, samanborið við 30.000 króna útgjöld Frakka og Þjóðverja svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að eyða hér miklu hafa Bandaríkjamenn virst nokkuð sáttir við verðlagið hér á landi og voru til að mynda allra þjóða ánægðastir með virði ferðar sinnar og verðlag þegar slíkt var kannað árið 2016. Góður gangur í bólusetningum vestanhafs og áhugi þarlendis á Íslandi samhliða því að vonandi fer að rofa til í samkomutakmörkunum hérlendis eru kærkomin tíðindi. Bandarískir ferðamenn hafa ekki einungis verið duglegir að sækja okkur heim heldur eru tekjur af hverjum og einum þeirra umtalsverðar. Því er til mikils að vinna gangi vel að selja þeim ferðir hingað til lands á næstu mánuðum, eins og heyrst hefur frá ferðaþjónustuaðilum að undanförnu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Nemur það ríflega fimmtungi allra þeirra sem bólusettir hafa verið gegn veirunni á heimsvísu. Standist áætlanir þar í landi um að öllum fullorðnum hafi boðist bólusetning fyrir lok júnímánaðar má því búast við að ferðaþyrst þjóðin sé þegar farin að líta í kringum sig. Af leitarvélagögnum að dæma hefur áhugi á Íslandi aukist til muna undanfarnar vikur og samkvæmt könnun Íslandsstofu var hlutfall Bandaríkjamanna sem líklegt taldi að landið yrði sótt heim innan sex mánaða mun hærra en meðal annarra þjóðerna sem spurð voru. Dýrmætir gestir Í aðdraganda kórónuveirufaraldursins hafði hlutfall Bandaríkjamanna hækkað umtalsvert meðal ferðamanna hér á landi. Árið 2011 voru þeir 11% gesta okkar en hlutfallið náði 30% árið 2018. Þarlendir ferðamenn dvöldu þá að meðaltali 17% skemur hér á landi en ferðamenn almennt en voru hins vegar duglegir að taka upp veskið en einungis Kínverjar eyddu hér hærri fjárhæðum dag hvern meðan á dvöl þeirra stóð. Nam eyðsla þeirra 45.000 krónum daglega á verðlagi dagsins í dag, samanborið við 30.000 króna útgjöld Frakka og Þjóðverja svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að eyða hér miklu hafa Bandaríkjamenn virst nokkuð sáttir við verðlagið hér á landi og voru til að mynda allra þjóða ánægðastir með virði ferðar sinnar og verðlag þegar slíkt var kannað árið 2016. Góður gangur í bólusetningum vestanhafs og áhugi þarlendis á Íslandi samhliða því að vonandi fer að rofa til í samkomutakmörkunum hérlendis eru kærkomin tíðindi. Bandarískir ferðamenn hafa ekki einungis verið duglegir að sækja okkur heim heldur eru tekjur af hverjum og einum þeirra umtalsverðar. Því er til mikils að vinna gangi vel að selja þeim ferðir hingað til lands á næstu mánuðum, eins og heyrst hefur frá ferðaþjónustuaðilum að undanförnu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun