Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Björn lést 22. apríl síðastliðinn.
Björn fæddist í apríl 1937 og hóf ferilinn sem atvinnuflugmaður hjá Loftleiðum árið 1962 en starfaði hjá Flugleiðum þegar hann fór í sitt síðasta flug sem atvinnuflugmaður árið í apríl 2002, daginn fyrir 65 ára afmælið.
Að starfsferli loknum sneri Björn sér alfarið að listflugi og fór hann á síðustu árum með mikinn fjölda fólks í útsýnis- og listflug frá Reykjavíkurflugvelli og víðar.
Í viðtali árið 2015 segist Björn hafa lært flug á Reykjavíkurflugvelli. „Það hafa verið flugskólar á Íslandi frá stríðslokum, góðir skólar. Þegar ég var nýbúinn að ljúka námi var erfitt að fá vinnu svo ég fór til Englands og tók ensk réttindi. Kom svo heim og fékk fljótlega vinnu hjá Loftleiðum í millilandaflugi og var lánaður þaðan til Flugfélagsins í innanlandsflug sumrin 1962 og 1963, á Douglas DC 3. Þá var flogið á miklu fleiri staði en í dag.“
Sagði hann einnig frá því þegar hann komst í lífshættu í Dúbaí eftir árás palestínskra skæruliða þegar hann var í fragtflugi fyrir Cargolux.
Útför Björns hefur farið fram í kyrrþey.