Kærleikssamfélagið Guðmundur Auðunsson skrifar 30. apríl 2021 16:01 „Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðmundur Auðunsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar