Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Ingvi Þór Sæmundsson og Atli Arason skrifa 2. maí 2021 17:31 Haukar - Njarðvík. Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gestirnir frá Akureyri byrjuðu aðeins betur í kvöld og voru komnir með fimm stiga forystu þegar rúmar þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Þór hélt áfram að stækka forskot sitt og þegar þrjár mínútur voru eftir setti Srdan Stojanovic niður tvö vítaskot til að koma Þórsurum átta stigum yfir í stöðunni 13-21. Þá kviknar loksins á Njarðvíkingum sem skora næstu sjö stig í röð en Rodney Glasgow var með fimm af þessum sjö stigum en Glasgow setti alls 8 stig í fyrsta leikhluta eftir að hann kom af varamanna bekknum. Hlynur Freyr hendir niður einum þrist undir lok leikhlutans sem endar 20-24, Þór Akureyri í vil. Njarðvíkingar byrjuðu annan leikhluta ekki af sama krafti og þeir kláruðu þann fyrsta. Heimamönnum gekk ekkert að hitta boltanum ofan í körfuna en á tæpum 5 mínútum setti Njarðvík aðeins 4 stig á töfluna úr alls 13 skot tilraunum. Þórsarar voru þó ekkert mikið skárri en gestirnir voru að fá boltann dæmdan af sér fyrir skref, köstuðu boltanum bæði út af og til Njarðvíkinga ásamt því að klikka þremur skotum. Þegar leikhlutinn er hálfnaður er staðan 24-28. Stuttu síðar setja Njarðvíkingar í næsta gír og við tekur 16-6 kafli sem kemur heimamönnum yfir. Ragnar Ágústsson setur lokaskot leikhlutans niður svo niður, hálfleiks tölur voru 40-36 fyrir heimamönnum í Njarðvík. Þriðji leikhluti var vægast sagt sveiflukenndur. Bæði lið skiptust á því að koma með stór áhlaup á hvort annað. Fyrst kom Njarðvík með 6-0 kafla, við tók 0-7 kafli hjá Þór, því næst 9-0 kafli hjá Njarðvík og svona gekk þetta til skiptis. Njarðvík var með 9 stiga forystu um miðbik leikhlutans. Stuttu síðar hentu gestirnir í 0-7 kafla og staðan var þá 60-58 þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. Njarðvík klárar leikhlutan þó betur og staðan fyrir síðasta fjórðung var 68-61. Njarðvíkingar voru svo stórkostlegir í loka leikhlutanum og Þór hélt þeim enginn bönd. Flestir í liði Njarðvíkur náðu að setja stig á töfluna en Kyle Johnson var þó fremstur meðal jafningja með 12 stig. Fór svo að lokum að Njarðvík rúllaði upp lokaleikhlutanum með 15 stiga mun, 29-14 og lokatölur voru 22 stiga sigur heimamanna, 97-75. Með þessum sigri jafna Njarðvíkingar lið Þórs í innbyrðis viðureignum en bæði lið unnu hvort annað með 22 stigum í leikjunum tveimur. Af hverju vann Njarðvík? Liðin tvö voru frekar jöfn í flestum tölfræði þáttum leiksins. Njarðvík var með örlítið betri skotnýtingu, Þór var með fleiri fráköst en alls voru gestirnir frá Akureyri með 21 tapaðan bolta gegn einungis 9 frá Njarðvík, sem reyndist þeim ansi dýrkeypt í kvöld. Frábær frammistaða heimamanna í síðasta fjórðung gerði einnig gæfumuninn. Hverjir stóðu upp úr? Kyle Johnson gerði 24 stig í kvöld ásamt því að taka 8 fráköst. Rodney Glasgow átti einnig frábæra innkomu af bekknum en hann setti líka 24 stig. Ivan Aurrecoechea var flottur í liði gestanna með 22 stig og 14 fráköst. Hvað gerist næst? Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda í næstu leikjum sínum. Njarðvík fer næst í heimsókn í Breiðholt til ÍR-inga á fimmtudag. Þór Akureyri fer síðan í heimsókn til nafna sinna í Þorlákshöfn degi síðar. Einar: Við gleðjumst í kvöld og á morgun er nýr dagur Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur.vísir/bára Það mátti loksins sjá glytta í stórt bros á Einari Árna Jóhannssyni eftir sigurinn á Þór Akureyri í kvöld. „Þetta var frábær leikur. Heildarpakkinn var mjög góður. Það var ljúft að fara inn í þessar síðustu tvær til þrjár mínútur með það hugarfar að fara að reyna að stela innbyrðis stöðu frekar en að vera í einhverju járn í járn, þannig ég er bara virkilega ánægður.“ „Baráttan er til fyrirmyndar. Við erum að vinna lausu boltana og erum fastir fyrir varnarlega. Sóknarlega setjum við mörg stór skot. Þetta er bland af góðum hlutum á báðum endum vallarins,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvík vann fjórða leikhluta með heilum 15 stigum eftir að leikur liðanna var fremur jafn framan af. Einar var spurður að því hvað breyttist í síðasta fjórðungi. „Þeir prufuðu ýmislegt á okkur í seinni hálfleik, þeir fóru í allskonar svæðisvarnir en mér fannst við ná að leysa það vel. Við náðum að setja stórar körfur sem bjó til alvöru mómentum. Við vorum kannski góðir í fjórða en við vorum í leik þar sem það kom ekkert annað til greina en að vinna til að búa til einhverja sénsa fyrir okkur. Það var mikil samstaða í liðinu mínu í dag á báðum endum vallarins sem og stemning á bekknum. Frábær liðsframmistaða,“ svaraði Einar. Með þessum sigri þá lyftir Njarðvík sér af botninum, í það minnsta til morgundagsins. Næsti leikur liðsins er þó jafnvel enn þá mikilvægari þegar Njarðvík heimsækir ÍR í Breiðholt. „Við töluðum um að þetta væri svona sex leikja prógramm sem við vorum að fara inn í og núna eru fjórir búnir, tveir sigrar og tvö töp og það hefur að sjálfsögðu ekkert breyst. Við töluðum um það fyrir leik í dag að þó svo að við værum í botnsæti þá gætum við lyft okkur í það níunda með sigri í dag, þó svo að við vitum að þessi lið sem við erum að berjast við eiga leiki á morgun. Það sem meira er að þó svo að við værum í botnsæti þá væri þetta í okkar höndum, ef við værum að taka okkar leiki þá myndum við vera í betra sæti en við vorum í fyrir kvöldið í kvöld. Haukur og Höttur eiga náttúrulega eftir að mætast innbyrðis þannig að annaðhvort liðið mun tapa. Án þess að fara út í einhverja sálma með leiki hinna liðanna á morgun og svo framvegis þá er þetta bara svoleiðis að við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við verðum að vinna ÍR á fimmtudaginn. Það kemur ekkert í veg fyrir að við setjum alla okkar einbeitingu á þann leik. Við gleðjumst í kvöld og á morgun er nýr dagur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Bjarki: Núna erum við bara eitt af köldustu liðum í deildinni Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þór AK Bjarki Ármann Oddsson var allt annað en sáttur við frammistöðu Þórs í kvöld. „Ég er hund óánægður út í mína menn. Við vorum bara lélegir. Við vorum að spila eins og fimm einstaklingar inn á vellinum en ekki sem lið og það hefur bara verið vandamál síðan eftir síðustu covid pásu. Núna erum við bara eitt af köldustu liðum í deildinni og það bara gengur illa,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. Þór var inn í leiknum þangað til að kom að fjórða leikhluta þar sem Njarðvíkingar gengu frá leiknum. Bjarki var aðspurður að því hvað gekk svona illa í síðasta fjórðungi. „Við hættum að hitta og við missum boltann. Þetta er svona samansafn en á meðan voru Njarðvíkingar að svínhitta og allt kúdos á þá. Ég ætla alls ekki að taka neitt af Njarðvíkingum, þeir stóðu sig frábærlega og hittu vel. Þeir voru vel einbeittir enda svona duga eða drepast leikur fyrir þá. Þetta var bara frábært hjá þeim.“ Eftir að flautað var til hálfleiks virðist Bjarki lenda í einhverju orðaskaki við dómara kvöldsins sem svo reka Bjarka í burtu. Bjarki vildi þó lítið gefa upp hvað fór þarna fram. „Ég var að hrósa þeim fyrir góð störf. Þeir voru bara sanngjarnir og það gekk bara allt ljómandi vel hjá þeim. Það á líka að hrósa þeim þegar vel gengur,“ svaraði Bjarki hálf kaldhæðnislegur. Leikirnir fyrir þessi lið í neðri hluta töflunnar verða bara mikilvægari og mikilvægari eftir því sem að pakkinn þarna við botninn þéttist. Hversu mikilvægt er þó fyrir Þór að ná að snúa þessari taphrinu við og vinna næsta leik? „Eins og alltaf þá er maður alltaf að tyggja á þessu sama. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og svo bara teljum við upp úr hattinum þegar þetta allt er búið. Þorlákshöfn er stórkostlegt lið og þeir eru í öðru sæti í deildinni og virðast illviðráðanlegir. Við gerum bara okkar allra besta og reynum að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir föstudaginn,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson að lokum.
Gestirnir frá Akureyri byrjuðu aðeins betur í kvöld og voru komnir með fimm stiga forystu þegar rúmar þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Þór hélt áfram að stækka forskot sitt og þegar þrjár mínútur voru eftir setti Srdan Stojanovic niður tvö vítaskot til að koma Þórsurum átta stigum yfir í stöðunni 13-21. Þá kviknar loksins á Njarðvíkingum sem skora næstu sjö stig í röð en Rodney Glasgow var með fimm af þessum sjö stigum en Glasgow setti alls 8 stig í fyrsta leikhluta eftir að hann kom af varamanna bekknum. Hlynur Freyr hendir niður einum þrist undir lok leikhlutans sem endar 20-24, Þór Akureyri í vil. Njarðvíkingar byrjuðu annan leikhluta ekki af sama krafti og þeir kláruðu þann fyrsta. Heimamönnum gekk ekkert að hitta boltanum ofan í körfuna en á tæpum 5 mínútum setti Njarðvík aðeins 4 stig á töfluna úr alls 13 skot tilraunum. Þórsarar voru þó ekkert mikið skárri en gestirnir voru að fá boltann dæmdan af sér fyrir skref, köstuðu boltanum bæði út af og til Njarðvíkinga ásamt því að klikka þremur skotum. Þegar leikhlutinn er hálfnaður er staðan 24-28. Stuttu síðar setja Njarðvíkingar í næsta gír og við tekur 16-6 kafli sem kemur heimamönnum yfir. Ragnar Ágústsson setur lokaskot leikhlutans niður svo niður, hálfleiks tölur voru 40-36 fyrir heimamönnum í Njarðvík. Þriðji leikhluti var vægast sagt sveiflukenndur. Bæði lið skiptust á því að koma með stór áhlaup á hvort annað. Fyrst kom Njarðvík með 6-0 kafla, við tók 0-7 kafli hjá Þór, því næst 9-0 kafli hjá Njarðvík og svona gekk þetta til skiptis. Njarðvík var með 9 stiga forystu um miðbik leikhlutans. Stuttu síðar hentu gestirnir í 0-7 kafla og staðan var þá 60-58 þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. Njarðvík klárar leikhlutan þó betur og staðan fyrir síðasta fjórðung var 68-61. Njarðvíkingar voru svo stórkostlegir í loka leikhlutanum og Þór hélt þeim enginn bönd. Flestir í liði Njarðvíkur náðu að setja stig á töfluna en Kyle Johnson var þó fremstur meðal jafningja með 12 stig. Fór svo að lokum að Njarðvík rúllaði upp lokaleikhlutanum með 15 stiga mun, 29-14 og lokatölur voru 22 stiga sigur heimamanna, 97-75. Með þessum sigri jafna Njarðvíkingar lið Þórs í innbyrðis viðureignum en bæði lið unnu hvort annað með 22 stigum í leikjunum tveimur. Af hverju vann Njarðvík? Liðin tvö voru frekar jöfn í flestum tölfræði þáttum leiksins. Njarðvík var með örlítið betri skotnýtingu, Þór var með fleiri fráköst en alls voru gestirnir frá Akureyri með 21 tapaðan bolta gegn einungis 9 frá Njarðvík, sem reyndist þeim ansi dýrkeypt í kvöld. Frábær frammistaða heimamanna í síðasta fjórðung gerði einnig gæfumuninn. Hverjir stóðu upp úr? Kyle Johnson gerði 24 stig í kvöld ásamt því að taka 8 fráköst. Rodney Glasgow átti einnig frábæra innkomu af bekknum en hann setti líka 24 stig. Ivan Aurrecoechea var flottur í liði gestanna með 22 stig og 14 fráköst. Hvað gerist næst? Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda í næstu leikjum sínum. Njarðvík fer næst í heimsókn í Breiðholt til ÍR-inga á fimmtudag. Þór Akureyri fer síðan í heimsókn til nafna sinna í Þorlákshöfn degi síðar. Einar: Við gleðjumst í kvöld og á morgun er nýr dagur Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur.vísir/bára Það mátti loksins sjá glytta í stórt bros á Einari Árna Jóhannssyni eftir sigurinn á Þór Akureyri í kvöld. „Þetta var frábær leikur. Heildarpakkinn var mjög góður. Það var ljúft að fara inn í þessar síðustu tvær til þrjár mínútur með það hugarfar að fara að reyna að stela innbyrðis stöðu frekar en að vera í einhverju járn í járn, þannig ég er bara virkilega ánægður.“ „Baráttan er til fyrirmyndar. Við erum að vinna lausu boltana og erum fastir fyrir varnarlega. Sóknarlega setjum við mörg stór skot. Þetta er bland af góðum hlutum á báðum endum vallarins,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvík vann fjórða leikhluta með heilum 15 stigum eftir að leikur liðanna var fremur jafn framan af. Einar var spurður að því hvað breyttist í síðasta fjórðungi. „Þeir prufuðu ýmislegt á okkur í seinni hálfleik, þeir fóru í allskonar svæðisvarnir en mér fannst við ná að leysa það vel. Við náðum að setja stórar körfur sem bjó til alvöru mómentum. Við vorum kannski góðir í fjórða en við vorum í leik þar sem það kom ekkert annað til greina en að vinna til að búa til einhverja sénsa fyrir okkur. Það var mikil samstaða í liðinu mínu í dag á báðum endum vallarins sem og stemning á bekknum. Frábær liðsframmistaða,“ svaraði Einar. Með þessum sigri þá lyftir Njarðvík sér af botninum, í það minnsta til morgundagsins. Næsti leikur liðsins er þó jafnvel enn þá mikilvægari þegar Njarðvík heimsækir ÍR í Breiðholt. „Við töluðum um að þetta væri svona sex leikja prógramm sem við vorum að fara inn í og núna eru fjórir búnir, tveir sigrar og tvö töp og það hefur að sjálfsögðu ekkert breyst. Við töluðum um það fyrir leik í dag að þó svo að við værum í botnsæti þá gætum við lyft okkur í það níunda með sigri í dag, þó svo að við vitum að þessi lið sem við erum að berjast við eiga leiki á morgun. Það sem meira er að þó svo að við værum í botnsæti þá væri þetta í okkar höndum, ef við værum að taka okkar leiki þá myndum við vera í betra sæti en við vorum í fyrir kvöldið í kvöld. Haukur og Höttur eiga náttúrulega eftir að mætast innbyrðis þannig að annaðhvort liðið mun tapa. Án þess að fara út í einhverja sálma með leiki hinna liðanna á morgun og svo framvegis þá er þetta bara svoleiðis að við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við verðum að vinna ÍR á fimmtudaginn. Það kemur ekkert í veg fyrir að við setjum alla okkar einbeitingu á þann leik. Við gleðjumst í kvöld og á morgun er nýr dagur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Bjarki: Núna erum við bara eitt af köldustu liðum í deildinni Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þór AK Bjarki Ármann Oddsson var allt annað en sáttur við frammistöðu Þórs í kvöld. „Ég er hund óánægður út í mína menn. Við vorum bara lélegir. Við vorum að spila eins og fimm einstaklingar inn á vellinum en ekki sem lið og það hefur bara verið vandamál síðan eftir síðustu covid pásu. Núna erum við bara eitt af köldustu liðum í deildinni og það bara gengur illa,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. Þór var inn í leiknum þangað til að kom að fjórða leikhluta þar sem Njarðvíkingar gengu frá leiknum. Bjarki var aðspurður að því hvað gekk svona illa í síðasta fjórðungi. „Við hættum að hitta og við missum boltann. Þetta er svona samansafn en á meðan voru Njarðvíkingar að svínhitta og allt kúdos á þá. Ég ætla alls ekki að taka neitt af Njarðvíkingum, þeir stóðu sig frábærlega og hittu vel. Þeir voru vel einbeittir enda svona duga eða drepast leikur fyrir þá. Þetta var bara frábært hjá þeim.“ Eftir að flautað var til hálfleiks virðist Bjarki lenda í einhverju orðaskaki við dómara kvöldsins sem svo reka Bjarka í burtu. Bjarki vildi þó lítið gefa upp hvað fór þarna fram. „Ég var að hrósa þeim fyrir góð störf. Þeir voru bara sanngjarnir og það gekk bara allt ljómandi vel hjá þeim. Það á líka að hrósa þeim þegar vel gengur,“ svaraði Bjarki hálf kaldhæðnislegur. Leikirnir fyrir þessi lið í neðri hluta töflunnar verða bara mikilvægari og mikilvægari eftir því sem að pakkinn þarna við botninn þéttist. Hversu mikilvægt er þó fyrir Þór að ná að snúa þessari taphrinu við og vinna næsta leik? „Eins og alltaf þá er maður alltaf að tyggja á þessu sama. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og svo bara teljum við upp úr hattinum þegar þetta allt er búið. Þorlákshöfn er stórkostlegt lið og þeir eru í öðru sæti í deildinni og virðast illviðráðanlegir. Við gerum bara okkar allra besta og reynum að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir föstudaginn,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti