Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 17:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10
Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21
Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23