Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 18:27 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18
Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01
Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15