Innlent

Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag.

Þórólfur staðfestir í samskiptum við fréttastofu að hann hafi skilað minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Gert er ráð fyrir að hún kynni næstu aðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag en Þórólfur hefur ekki viljað fara nánar út í tillögur sínar.

Núverandi reglugerð kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og að veitinga- og skemmtistöðum sé lokað klukkan 22 á kvöldin. Þórólfur sagði fyrir helgi að hann teldi að bíða ætti með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðu faraldursins. 

Bráðabirgðatölur um helgina hafa þó dregið upp jákvæða mynd af gangi faraldursins miðað við dagana á undan; sex hafa greinst með kórónuveiruna síðustu tvo daga og allir í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×