Velferð allra landsmanna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 2. maí 2021 21:30 Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi .
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun