Maradona var „að deyja“ í tólf tíma áður en hann lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 09:31 Diego Maradona fór illa með sig en hann hafði getað fengið hjálp á þeim tólf tímum sem hann kvaldist. Getty/Marcos Brindicci Læknar og umsjónarfólk Diego Armando Maradona sýndu fífldirfsku og óviðeigandi hegðun í umönnun hans samkvæmt nýrri úttekt í Argentínu á dauða knattspyrnugoðsins. Rannsóknarnefnd lækna í Argentínu hefur skilað niðurstöðu sinni í úttekt sinni á dauða knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona. Maradona lést í lok nóvember í fyrra og í kjölfarið var mikil þjóðarsorg í Argentínu sem og annars staðar í heiminum þar sem Maradona var vinsæll. Maradona er einn besti knattspyrnumaður sögunnar og þegar hann var upp á sitt besta þá komst enginn með tærnar þar sem hann var með hælana. Maradona care 'deficient and reckless' before death, medical board report finds https://t.co/BegEOgjxZT pic.twitter.com/3Xehckm8FY— Reuters (@Reuters) May 1, 2021 Dauði Maradona kom flestum mikið á óvart þrátt fyrir að hann hafi farið illa með sig. Um leið kom líka upp mikil gagnrýni á meðhöndlun Maradona en hann var frekar nýkominn heim eftir að hafa farið í heilaaðgerð í byrjun nóvember. Maradona lést á heimili sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall. Það var hins vegar margt í ólesti þegar kom að þeirri umönnun sem hann fékk í aðdraganda dauða hans. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýnir það og sannar. Rannsóknarnefndin kom saman í mars en hún var sett saman af argentínska dómsmálaráðuneytinu. Það er niðurstaða nefndarinnar að þeir sem sáu um Diego Maradona hafi gerst sekir um ábyrgðarleysi og ófagmennsku. Damning inquest into Diego Maradona's death discovers he was in 'agony' for at least 12 hours before he died https://t.co/yPfkM8Zoz0— MailOnline Sport (@MailSport) May 1, 2021 „Heilsuteymið sem sinnti (Diego Armando Maradona) sýndi af sér ófullnægjandi, gallaða og fífldjarfa hegðun,“ sagði meðal annars í skýrslunni sem Reuters segir frá. Í skýrslunni kemur fram að Mardona hafði orðið alvarlega veikur og hafi verið að deyja í kringum tólf tíma áður en hann lést um miðjan dag 25. nóvember. „Hann sýndi ótvíræð merki um óþægjandi í langan tíma og það er okkar niðurstaða að hann hafi ekki fengið rétta meðferð frá klukkan hálf eitt um nóttina,“ sagði í skýrslunni. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Rannsóknarnefnd lækna í Argentínu hefur skilað niðurstöðu sinni í úttekt sinni á dauða knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona. Maradona lést í lok nóvember í fyrra og í kjölfarið var mikil þjóðarsorg í Argentínu sem og annars staðar í heiminum þar sem Maradona var vinsæll. Maradona er einn besti knattspyrnumaður sögunnar og þegar hann var upp á sitt besta þá komst enginn með tærnar þar sem hann var með hælana. Maradona care 'deficient and reckless' before death, medical board report finds https://t.co/BegEOgjxZT pic.twitter.com/3Xehckm8FY— Reuters (@Reuters) May 1, 2021 Dauði Maradona kom flestum mikið á óvart þrátt fyrir að hann hafi farið illa með sig. Um leið kom líka upp mikil gagnrýni á meðhöndlun Maradona en hann var frekar nýkominn heim eftir að hafa farið í heilaaðgerð í byrjun nóvember. Maradona lést á heimili sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall. Það var hins vegar margt í ólesti þegar kom að þeirri umönnun sem hann fékk í aðdraganda dauða hans. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýnir það og sannar. Rannsóknarnefndin kom saman í mars en hún var sett saman af argentínska dómsmálaráðuneytinu. Það er niðurstaða nefndarinnar að þeir sem sáu um Diego Maradona hafi gerst sekir um ábyrgðarleysi og ófagmennsku. Damning inquest into Diego Maradona's death discovers he was in 'agony' for at least 12 hours before he died https://t.co/yPfkM8Zoz0— MailOnline Sport (@MailSport) May 1, 2021 „Heilsuteymið sem sinnti (Diego Armando Maradona) sýndi af sér ófullnægjandi, gallaða og fífldjarfa hegðun,“ sagði meðal annars í skýrslunni sem Reuters segir frá. Í skýrslunni kemur fram að Mardona hafði orðið alvarlega veikur og hafi verið að deyja í kringum tólf tíma áður en hann lést um miðjan dag 25. nóvember. „Hann sýndi ótvíræð merki um óþægjandi í langan tíma og það er okkar niðurstaða að hann hafi ekki fengið rétta meðferð frá klukkan hálf eitt um nóttina,“ sagði í skýrslunni.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira