Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 13:47 Áhrifavaldur í myndatöku og björgunarsveitarmaður með gasgrímu við gosstöðvarnar um helgina. Vísir/Vilhelm Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08
Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp