Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 15:41 Lögregla gerði húsleit á heimili Luis Manuel Otero Alcántara í Havana í apríl. Honum var í reynd haldið í stofufangelsi þar en lögreglumenn eru einnig sagðir hafa fjarlægt eða eyðilagt listaverk hans. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. Luis Manuel Otero Alcántara leiðir San Isidro-hreyfinguna (SIM), hóp listamanna, blaðamanna og menntamanna sem berst fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði á Kúbu. Kúbönsk stjórnvöld saka SIM um að vera handbendi Bandaríkjastjórnar sem grafi undan ríkisvaldinu en því hafna þau. Kommúnistastjórnin hneppti Otero Alcántara í stofufangelsi í reynd eftir að húsleit var gerð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann hóf þá hungurverkfall til að krefjast þess að yfirvöld skiluðu honum listaverkum, greiddu honum bætur, virtu tjáningarfrelsi hans og að lögregla hætti að áreita hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögregla hafi þá vaktað heimili hans og ekki leyft neinum að koma þangað eða fara. Í gær var listamaðurinn svo fluttur á sjúkrahús, að sögn heilbrigðisyfirvalda í höfuðborginni Havana. Hann hafi ekki sýnt nein merki um vannæringu eða steinefnaskort en hann hafi engu að síður verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann sé við stöðuga heilsu. Félagar í SIM segja aftur á móti að Otero Alcántara hafi verið fluttur á sjúkrahúsið með valdi fyrir dagrenningu í gær. Þeir krefjast þess að yfirvöld leggi fram skýrar sannanir um að hann sé við góða heilsu. Samtökin setja spurningarmerki við að hann sé sagður við góða heilsu þrátt fyrir að hafa neitað sér um vott og þurrt í sjö daga. Fullyrða þau að undanfarna daga hafi Otero Alcántara sýnt einkenni um ofþornun, þar á meðal skæðan kviðverk. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist upplýsinga um hvar Otero Alcántara er niður kominn og að fjölskylda hans fái að heimsækja hann. Þá hafa bandarísk og evrópsk yfirvöld lýst áhyggjum af afdrifum hans. Kúba Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Luis Manuel Otero Alcántara leiðir San Isidro-hreyfinguna (SIM), hóp listamanna, blaðamanna og menntamanna sem berst fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði á Kúbu. Kúbönsk stjórnvöld saka SIM um að vera handbendi Bandaríkjastjórnar sem grafi undan ríkisvaldinu en því hafna þau. Kommúnistastjórnin hneppti Otero Alcántara í stofufangelsi í reynd eftir að húsleit var gerð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann hóf þá hungurverkfall til að krefjast þess að yfirvöld skiluðu honum listaverkum, greiddu honum bætur, virtu tjáningarfrelsi hans og að lögregla hætti að áreita hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögregla hafi þá vaktað heimili hans og ekki leyft neinum að koma þangað eða fara. Í gær var listamaðurinn svo fluttur á sjúkrahús, að sögn heilbrigðisyfirvalda í höfuðborginni Havana. Hann hafi ekki sýnt nein merki um vannæringu eða steinefnaskort en hann hafi engu að síður verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann sé við stöðuga heilsu. Félagar í SIM segja aftur á móti að Otero Alcántara hafi verið fluttur á sjúkrahúsið með valdi fyrir dagrenningu í gær. Þeir krefjast þess að yfirvöld leggi fram skýrar sannanir um að hann sé við góða heilsu. Samtökin setja spurningarmerki við að hann sé sagður við góða heilsu þrátt fyrir að hafa neitað sér um vott og þurrt í sjö daga. Fullyrða þau að undanfarna daga hafi Otero Alcántara sýnt einkenni um ofþornun, þar á meðal skæðan kviðverk. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist upplýsinga um hvar Otero Alcántara er niður kominn og að fjölskylda hans fái að heimsækja hann. Þá hafa bandarísk og evrópsk yfirvöld lýst áhyggjum af afdrifum hans.
Kúba Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira