Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 22:36 Liz Cheney og Mitt Romney. Vísir/AP Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. Vikan er þó lengi að líða í pólitík. Nú eru þau bæði undir miklum þrýstingi innan flokksins sem rekja má til mótspyrnu þeirra gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, og afstöðu til ósanninda hans og annarra Repúblikana um að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra með umfangsmiklu svindli. Cheney var meðal þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Þá greiddi Romney atkvæði með sakfellingu Trumps í öldungadeildinni í bæði skiptin sem hann var ákærður fyrir embættisbrot. Um helgina var Romney staddur á samkomu íhaldsmanna í Utah, þar sem hann er þingmaður, og var baulað á hann þegar hann steig í pontu. Þá reyndu fundargestir að ávíta Romney fyrir andstöðu sína við Trump. Tillagan var felld en með mjög naumum mun, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Hér má sjá þegar baulað var á Romney. Trump sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann sagði að forsetakosningarnar í fyrra yrðu héðan í frá kallaðar „stóra lygin“, sem er sama nafn og fjölmiðlar og aðrir vestanhafs hafa gefið innihaldslausum og ítrekuðum yfirlýsingum Trump-liða um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Skömmu seinna birti Cheney tíst þar sem hún ítrekaði að kosningunum hefði ekki verið stolið. „Hver sá sem heldur því fram er að dreifa STÓRU LYGINNI, snúa bakið við réttarríkinu, og eitra lýðræðislegt kerfi okkar,“ skrifaði Cheney. The 2020 presidential election was not stolen. Anyone who claims it was is spreading THE BIG LIE, turning their back on the rule of law, and poisoning our democratic system.— Liz Cheney (@Liz_Cheney) May 3, 2021 Cheney hefur einnig haldið því fram að útiloka eigi alla þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem hafi dreift stóru lyginni frá forsetaframboði. Trump-liðar hafa gengið hart fram gegn þeim Cheney og Romney að undanförnu. Cheney hefur þurft að verjast einni tilraun til að koma henni úr embætti sem þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni. Þá hafa fregnir borist af því að dregið hafi úr stuðningi þeirra Kevin McCarthy og Mitch McConnell, leiðtogum flokksins í fulltrúa- og öldungadeildum, við Cheney að undanförnu. Trump er enn gífurlega áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins og hefur heitið því að beita digrum sjóðum sínum gegn flokksmönnum sem hann telur andstæðinga sína. Repúblikanar sem hafa staðið fast við bakið á forsetanum fyrrverandi hafa halað inn peningum í fjáröflun. Þá hefur stóra lygin svokallaða haft mikil áhrif á stuðningsmenn flokksins. Samkvæmt nýjum könnunum stendur meirihluta kjósenda Repúblikanaflokksins í þeirri trú að Joe Biden sé ólögmætur forseti. Sjö af hverjum tíu standa í þeirri trú. Þar af segja fimm af hverjum tíu að þegar séu til marktæk sönnunargögn um kosningasvindl. Það er þrátt fyrir að Trump-liðum hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir ásökunum sínum. Tugir dómsmála sem Trump og bandamenn hans höfðuðu enduðu ekki þeim í vil. Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin vinna nú að því að gera breytingar á kosningakerfum landsins á grunni yfirlýsinga forsetans fyrrverandi og bandamanna hans. Sjá einnig: Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Skoðanir og stefnumál þeirra Cheney og Romney hafa litlum breytingum tekið á undanförnum misserum eru þau samt orðin nokkurs konar utangarðsmenn. Með öðrum orðum, þau hafa ekki breyst, heldur flokkurinn, eins og fram kemur í greiningu Washington Post. Rætt var við sérfræðinga sem hafa borið saman hvernig þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði, við hvernig viðhorf kjósenda til þeirra hefur breyst. Þingmenn sem greiddu ítrekað atkvæði með flokksmönnum sínum, en voru ef til vill ekki jákvæðir í garð Trumps, hafa notið mun minni vinsælda en aðrir þingmenn sem stóðu fast og opinberlega við bakið á forsetanum fyrrverandi. Niðurstöður þeirra sýndu að þingmenn sem við hefðbundnar kringumstæður væru álitnir mjög íhaldssamir, en studdu ekki Trump, voru álitnir vera vinstri sinnaðir. Þessi rannsókn er þó síðan 2016 en þetta viðhorf er talið hafa ágerst enn frekar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vikan er þó lengi að líða í pólitík. Nú eru þau bæði undir miklum þrýstingi innan flokksins sem rekja má til mótspyrnu þeirra gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, og afstöðu til ósanninda hans og annarra Repúblikana um að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra með umfangsmiklu svindli. Cheney var meðal þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Þá greiddi Romney atkvæði með sakfellingu Trumps í öldungadeildinni í bæði skiptin sem hann var ákærður fyrir embættisbrot. Um helgina var Romney staddur á samkomu íhaldsmanna í Utah, þar sem hann er þingmaður, og var baulað á hann þegar hann steig í pontu. Þá reyndu fundargestir að ávíta Romney fyrir andstöðu sína við Trump. Tillagan var felld en með mjög naumum mun, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Hér má sjá þegar baulað var á Romney. Trump sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann sagði að forsetakosningarnar í fyrra yrðu héðan í frá kallaðar „stóra lygin“, sem er sama nafn og fjölmiðlar og aðrir vestanhafs hafa gefið innihaldslausum og ítrekuðum yfirlýsingum Trump-liða um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Skömmu seinna birti Cheney tíst þar sem hún ítrekaði að kosningunum hefði ekki verið stolið. „Hver sá sem heldur því fram er að dreifa STÓRU LYGINNI, snúa bakið við réttarríkinu, og eitra lýðræðislegt kerfi okkar,“ skrifaði Cheney. The 2020 presidential election was not stolen. Anyone who claims it was is spreading THE BIG LIE, turning their back on the rule of law, and poisoning our democratic system.— Liz Cheney (@Liz_Cheney) May 3, 2021 Cheney hefur einnig haldið því fram að útiloka eigi alla þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem hafi dreift stóru lyginni frá forsetaframboði. Trump-liðar hafa gengið hart fram gegn þeim Cheney og Romney að undanförnu. Cheney hefur þurft að verjast einni tilraun til að koma henni úr embætti sem þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni. Þá hafa fregnir borist af því að dregið hafi úr stuðningi þeirra Kevin McCarthy og Mitch McConnell, leiðtogum flokksins í fulltrúa- og öldungadeildum, við Cheney að undanförnu. Trump er enn gífurlega áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins og hefur heitið því að beita digrum sjóðum sínum gegn flokksmönnum sem hann telur andstæðinga sína. Repúblikanar sem hafa staðið fast við bakið á forsetanum fyrrverandi hafa halað inn peningum í fjáröflun. Þá hefur stóra lygin svokallaða haft mikil áhrif á stuðningsmenn flokksins. Samkvæmt nýjum könnunum stendur meirihluta kjósenda Repúblikanaflokksins í þeirri trú að Joe Biden sé ólögmætur forseti. Sjö af hverjum tíu standa í þeirri trú. Þar af segja fimm af hverjum tíu að þegar séu til marktæk sönnunargögn um kosningasvindl. Það er þrátt fyrir að Trump-liðum hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir ásökunum sínum. Tugir dómsmála sem Trump og bandamenn hans höfðuðu enduðu ekki þeim í vil. Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin vinna nú að því að gera breytingar á kosningakerfum landsins á grunni yfirlýsinga forsetans fyrrverandi og bandamanna hans. Sjá einnig: Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Skoðanir og stefnumál þeirra Cheney og Romney hafa litlum breytingum tekið á undanförnum misserum eru þau samt orðin nokkurs konar utangarðsmenn. Með öðrum orðum, þau hafa ekki breyst, heldur flokkurinn, eins og fram kemur í greiningu Washington Post. Rætt var við sérfræðinga sem hafa borið saman hvernig þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði, við hvernig viðhorf kjósenda til þeirra hefur breyst. Þingmenn sem greiddu ítrekað atkvæði með flokksmönnum sínum, en voru ef til vill ekki jákvæðir í garð Trumps, hafa notið mun minni vinsælda en aðrir þingmenn sem stóðu fast og opinberlega við bakið á forsetanum fyrrverandi. Niðurstöður þeirra sýndu að þingmenn sem við hefðbundnar kringumstæður væru álitnir mjög íhaldssamir, en studdu ekki Trump, voru álitnir vera vinstri sinnaðir. Þessi rannsókn er þó síðan 2016 en þetta viðhorf er talið hafa ágerst enn frekar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira