Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2021 21:24 Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn í kvöld. Vísir/Andri Marinó Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum