Guardiola: Ég mun ekki segja eitt orð um PSG við leikmennina mína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 12:30 Pep Guardiola er búinn að bíða lengi eftir því að koma Manchester City alla leið í Meistaradeildinni. AP/Steve Paston Leikmenn Manchester City eiga að einbeita að sér sjálfum en ekki mótherjunum í Paris Saint-Germain í undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira