Veður

Á­fram svalt loft yfir landinu og víða nætur­frost

Atli Ísleifsson skrifar
Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu.
Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu. Vísir/Vilhelm

Áfram er háþrýstisvæði og svalt loft yfir landinu og því víða næturfrost. Hiti fer þó upp í tíu stig suðvestanlands að deginum. Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu.

Áfram er háþrýstisvæði og svalt loft yfir landinu og því víða næturfrost. Hiti fer þó upp í tíu stig suðvestanlands að deginum. Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skýjað verði með köflum og stöku skúrir eða él, en lengst af léttskýjað suðvestan til. Ekki sé að sjá neinar markverðar veðurbreytingar fram að helgi.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi, en annars skýjað og stöku él. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast á SV-landi, en næturfrost í öllum landshlutum.

Á fimmtudag og föstudag: Norðaustan og austan 3-10 m/s og lengst af bjartviðri á Suður og Vesturlandi, en stöku él við S-ströndina. Annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, einkum til fjalla. Hiti frá frostmarki NA-lands, upp í 8 stiga hita syðst. Næturfrost í öllum landshlutum.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él við A-ströndina. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum, en áfram næturfrost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×