Orsakir hækkunar verðlagsvísitölu: Misskilningur leiðréttur Erna Bjarnadóttir skrifar 4. maí 2021 11:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Íslenska krónan Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun