Innlent

Svan­dís og Katrín ræða breytingar á að­gerðum innan­lands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnafund í ráðherrabústaðnum í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnafund í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm

Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Meðal mála á dagskrá er minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag.

Núverandi reglugerð kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og að veitinga- og skemmtistöðum sé lokað klukkan 22 á kvöldin. Þórólfur sagði í síðustu viku að hann teldi að bíða ætti með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðu faraldursins.

Tölur undanfarinna daga hafa þó dregið upp jákvæða mynd af gangi faraldursins miðað við dagana á undan; tíu hafa greinst með kórónuveiruna síðustu þrjá daga og voru allir í sóttkví.

Uppfært. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×