Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 11:01 Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Þeir voru í borginni í gær á árlegum kynningarfundi vegna upphafs Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Sigurjón Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni. Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni.
Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32