Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:30 Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Mission framleiðsla „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. „Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30
Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15
Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00
„Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið