Hið fullkomna tvíeyki Jóhann Sigmarsson skrifar 4. maí 2021 20:31 Katrín Jakobsdóttir hafði tjáð sig svo opinskátt í fjölmiðlum fyrir kosningar með að baða út höndunum að það væri sko enginn vilji innan Vinstri grænna að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Samt strax þegar að hún fékk keflið í hendurnar, þá myndaði hún ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Ætli Katrín viti muninn á sannleika og lygi? Það sem að virtist einungis vaka fyrir henni var að verða titillinn forsætisráðherra hvað sem að það kostaði. Hún var að segja kjósendum sínum að éta það sem úti frís með þessari stjórnarmyndun. Stjórnin sem mynduð var hefur verið kölluð hraðlygnir ráðherrar. Ef að er hugsað um það þá eru Katrín og Bjarni hið fullkomna tvíeyki, því það er ekki hægt að trúa einu orði sem upp úr þeim kemur. Miður fyrir þjóðina. Hún virðist hafa lítin skilning á embættinu sem að hún gegnir. Mjög oft þegar að bjátar eitthvað á hjá þjóðinni þá lætur hún sig hverfa. Næsta sem að sést af henni er í fréttatilkynningum sem að fjalla nánast ekki um neitt nema hversu frábært það sé að vera hún sjálf. Til að mynda þá hvarf hún þegar að það ætlaði allt að loga í verkföllum seinni hluta janúar 2019. Næsta sem að sást af henni var í sjónvarpsfréttum þegar að hún var að gefa einhverjum stjórnmálamanni fimm á Evrópuþinginu. Það sem að bjargaði verkfallinu var fall Wowair. Mun dýrara fyrir ríkið að láta flugfélagið falla Wowair bauð ríkisstjórninni að koma inn og taka flugfélagið yfir sem að hún hafnaði á þeirri forsendu að ríkið ætti ekki að eiga í flugfélagi. Fjármálaráðherra ráðfærði sig við vini sína úr Sjálfstæðisflokknum sem búið var að hlamma niður í stóla Íslandsstofu og voru áður hjá Icelandair. Það var þjóðarhagur að Wowair skyldi lifa áfram. Í gegnum flugstöðina fóru u.þ.b. 10 milljónir farþega með flugfélaginu þau tæplega 7 ár sem að það var starfrækt. Þúsundir urðu atvinnulausir í ört vaxandi ferðamannaiðnaði bæði á lofti og í landi út af því að flugfélagið varð gjaldþrota. Það hefur kostað mun meira fyrir ríkið að hafa látið flugfélagið falla. Svipað gerðist fyrir nokkrum árum þegar að Airberlin var á barmi gjaldþrots vegna óskynsamlegra ákvarðana í stjórnun. Þýska ríkið kom þar inn og tók það yfir því að það varðaði þjóðarhag. Þegar að stjórnin var mynduð blómstraði ferðamannabransinn á Íslandi. Hann var að deyja út áður en vírusinn byrjaði. Það má skrifa á ríkisstjórnina sem að situr núna. Ég veit ekki betur en að ríkisstjórnin hafi komið inn með nokkuð meira fjármagn í Icelandair þegar að það flugfélag var á barmi gjaldþrots nú í vetur. 100 ára Fullveldishátíðin var haldin 18. júlí 2018 á Þingvöllum og voru að margra mati mistök frá skipuleggjanda, Forseta Alþingis Steingrími J Sigfússyni. Forseti Íslands og forsetafrú, alþingismenn, ráðherrar, forseti danska þingsins, aðrir erlendir gestir og fáir góðir landsmenn mættu. Engum almenningi á Íslandi var boðið, en samt var hann látinn borga. Hátíðin kostaði yfir 80 milljónir og þá kostaði 22 milljónir að lýsa andlitin á elítunni tæpum þremur vikum frá bjartasta degi ársins. Sama var upp á teningnum þegar að Angela Merkel kanslari Þýskalands og fylgdarlið kom í heimsókn. Lögreglan var kölluð til við að ýta bílum út í kant svo að bílalest forsætisráðherra kæmist óhindrað til Þingvalla með gestina. Klaustursdónarnir Það var ekki nóg fyrir Sigmund Davíð að vera í panamaskjölunum og vilja ekki greiða skattinn sinn á Íslandi, reyna að fela tengsl sín við Wintris og neita að segja af sér, en vera svo þvingaður úr stól forsætisráðherra í fjölmennustu mótmælum í Íslandssögunni. Hann og félagar hans létu sér ekki segjast og stofnuðu nýjan flokk sem fékk nafnið Miðflokkurinn. Það náðist á símaupptöku þegar að þingmenn úr Miðflokknum og þingmenn úr Flokki Fólksins voru á fyllerí á hótelbarnum Klaustri. Upptökurnar ollu mikilli ólgu í íslenskum stjórnmálum vegna kvenfyrirlitningar, fordóma gegn fötluðum og misferlis í ráðningu sendiherraembætta sem komu fram í ummælum þingmannanna. Sigmundur Davíð taldi víst að hlerunarbúnaði hafa verið beitt og að George Soros hafi borgað fyrir það. Bára Halldórsdóttir, konan sem að tók þetta upp er öryrki vegna Behcet's, sjaldgæfs sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóms sem að hún þjáist af, var ein að verki. Henni blöskraði talsmáti þessa fólks af Alþingi okkar Íslendinga, þess vegna tók hún það upp. Miðflokksmenn reyndu að höfða málsókn gegn henni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti, en málinu var vísað frá í báðum tilvikum. Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnum var vikið úr Flokk Fólksins. Kænska Miðflokksins var að taka þá yfir og fara úr þeim minnsta flokk í stjórnarandstöðu í þann stærsta. Með öllu þá hefði ekki átt að leyfa það. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru kosnir af kjósendum Flokks Fólksins og vegna kosningastefnuskrá þess flokks. Það skiptir kannski litlu, því að flokkarnir standa nú við lítið af þessum hugvekjuloforðum sínum sem að oft breytast í loft eftir kosningar. Pólitískt at Sigríður Á Andersen sem byrjaði sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar skipaði dómara. Þetta var ekki bara við skipun eins dómara, heldur við skipun allra dómara við nýtt dómstig í landinu, Landsrétt. Sérstök fagleg matsnefnd hafði það hlutverk að meta hæfni umsækjenda. Dómsmálaráðherra vék hins vegar frá niðurstöðu matsnefndarinnar og hafnaði fjórum úr hópi þeirra fimmtán hæfustu og réð í staðinn aðra sem voru neðar á listanum sem voru taldir nákomnari Sjálfstæðisflokknum, þ.á.m. var eiginkona áhrifamikils þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með gjörningi þessum þá var pólitíkin að stilla upp dómsvaldinu eins og það hentaði ákveðnum aðilum, en ekki að gera það sem var rétt. Úrskurður yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er mikið áfall fyrir íslenska réttarkerfið, en Sigríði Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur hins vegar sagt að dómurinn skipti engu máli og sé bara pólitískt at í flokknum sínum. Þetta at mun samt kosta þjóðina skildinginn og auðvitað á almenningur bara að taka upp veskin sín og steinþegja. Sigríður sagði af sér embætti og við henni tók Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alveg óreynd á flestum sviðum. Fólk var að furða sig á því hvort að hún næði upp á borðið í dómsmálaráðuneytinu yfir höfuð. Pabbi hennar er Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður sem að m.a. reddaði Morgunblaðinu frá gjaldþroti með því að tala við Guðbjörgu Magneu Matthíasdóttur athafna- og útgerðarkonu í Vestmannaeyjum. Davíð Oddsson settist svo í ritstjórastólinn eftir að honum hafði verið sagt upp hjá féflettum Seðlabanka. Hann hefur verið sagður hugmyndasmiður og einn af gerendum hrunsins. Ísland þvottavél fyrir peninga Ísland átti að fara af á gráum lista hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðarhóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í nóvember á síðasta ári. Frestur var gefin til febrúar á þessu ári, en það hefur ekki gerst. Mín skoðun er sú að Ísland getur ekki farið af listanum nema að hreinsa alla reikninga í skattaskjólum. Reikningarnir eru yfirleitt tengdir almenningssjóðum, bönkum og illa fengnum gróða fyrir og eftir hrun. Íslenskt atvinnulíf er mikið bundið þessum viðskiptaháttum. Það var flétt af mörg hundruð Íslendingum sem áttu þar félög og reikninga. Upplýsingarnar koma úr gögnum frá Mossack Fonseca alþjóðlegrar lögmannastofu. Þar var einnig að finna upplýsingar um félög í eigu Finns Ingólfssonar, Helga S. Guðmundssonar og Hrólfs Ölvissonar, fyrrverandi alþingismanna, ráðherra og seðlabankastjóra. Mennirnir þrír hafa allir verið áhrifamenn innan Framsóknarflokksins á undanförnum áratugum og Hrólfur var framkvæmdastjóri flokksins þegar lekinn var gerður opinber. Ísland hefur virkað sem þvottavél fyrir peninga af þessum sökum þar sem að hryðjuverkasamtök og aðrir óprútnir aðilar geta þvegið fé sitt í skugga fjárfestinga. Það nýjasta sem að ríkisstjórnin gerði á dögunum var að leggja embætti Skattrannsóknarstjóra niður til að losna við skattransóknir íslenskra skattsvikara á aflandssvæðum sem að færir Ísland fjær þess að geta komist af gráa listanum. Samherji rannsakaði sjálfan sig og fann þá seku Helgi Seljan í þættinum Kveik fjallaði um Samherja vegna ásakana um að félagið hefði greitt mútugreiðslur til fyrirtækja og ráðherra í Namibíu. Ráðherrar hafa sagt af sér og eru í fangelsi ásamt öðrum sem að tengjast málinu í landinu. Málið er talið alvarlegt svikamál rannsakað í þó nokkrum löndum. Á Íslandi hins vegar eru yfirvöld eins og aparnir þrír sem að sjá ekki, heyra ekki og tala ekki. Strax morguninn eftir fyrstu umfjöllunina í Kveik hringdi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja og spurði hann hvernig hann hefði það. Forstjóri Samherja steig til hliðar og inn kom stjórnarformaður Íslandsstofu Björgólfur Jóhannesson og fyrrverandi forstjóri Icelandair í hans stað. Íslandsstofa hefur síðast þegar að ég vissi af yfir 730 fréttaveitur, umboðsmenn og blaðamenn á sínum snærum út um allan heim og getur auðveldlega miðlað og skrifað yfir fréttir. Það er einmitt það sem að Samherji fór að gera, miðlaði og skrifaði yfir fréttir. Málið var rannsakað af Samherja. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að uppljóstrarinn sé sá seki og Helgi Seljan sem að þeir einnig vilja að sé sagt upp störfum á RÚV. Ljúgðu Gosi, ljúgðu Það er sorglegt hvernig pólitíkin er orðin samofin spillingunni, dómskerfinu, löggjafarvaldinu og óheiðarlegum viðskiptajöfrunum í landinu. Meðal annars eru sjáanleg tengsl á milli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra og Ólafar Þórs Haukssonar héraðsaksóknara úr innherjaupplýsingunum úr Glitni. Þeir seldu allir í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett fyrir hrun. Það er ef til vill líka ástæðan fyrir því að illa hefur gengið að rannsaka hrunið og fólki því tengdu? Nú á dögunum var Júlíus Vífill Ingvarsson fyrrverandi borgarfulltrúi dæmdur fyrir spillingu sem tengd eru Panamaskjölunum og skattsvikum upp á tugi milljóna. Fékk hann 1 mánuð skilorðsbundinn dóm. Fólki er hreinlega mismunað í þjóðfélagi sem á að bera jafnan rétt og virðingu fyrir borgurum sínum. Öryrkjar sem að eiga í vandamáli með hugbreytandi vímugjafa og áfengi hafa verið dæmdir óskilorðsbundið í 12-16 mánaða fangelsi fyrir að stela samloku og kardimommudropum eða álíka úr stórmörkuðum á Íslandi. Þetta fólk er ekki það sem að skekur og dregur íslenskt samfélag niður fjárhagslega. Þetta fólk hefur einungis orðið undir í lífinu, oftast vegna áfalla. Bjarni er á móti sjúklingum og fátæklingum. Hann ætti að líta í eigin barm og vera örlítið heiðarlegri í hegðun sinni og starfi. Katrín er heldur betur búin að skipta um skoðun á Bjarna og hefur sagt hann vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft. Þetta minnir mig óneitanlega á gamlan fyrirleitinn brandara þegar að kona ein settist á andlitið á Gosa og sagði æst; Ljúgðu Gosi, ljúgðu! Svona gerum við útaf við gömlu flokkanna Krafa margra eftir hrunið 2008 var að leysa alla gömlu stjórnmálaflokkanna og hagsmunaklíkurnar upp. Það var ekki gert. Óheiðarlegir valdhafar úr kimum stjórnsýslunnar og bófar illa fengins gróða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna fengu að rannsaka sjálfa sig. Þetta fólk er illa innrætt og gjörsamlega siðblindur skríll sem að kemur úr sama spillingarvefnum. „Eva Joly sagði dóma fyrir efnahagsbrot þætti henni eðlilegt að setja ákvæði um að banna viðkomandi að stunda viðskipti. Í Frakklandi er til dæmis hægt að setja menn í fimm, tíu eða fimmtán ára bann frá viðskiptum.“ Frá hruni hafa allar fimm ríkisstjórnirnar tekið þátt í að veikja stöðu rannsóknarhóps sem rannsaka átti bankahrunið og skortur var á fagmönnum í alþjóðlegri fjármálaspillingu. Sum rannsóknar embættin hafa verið fjársvelt og síðar lögð niður. Þetta hefur ekki verið leiðrétt vegna hagsmuna viðskiptaelítunar. Það þarf að taka rótina burt sem að er gamla pólitíkin í landinu. Í kosningastefnuskrá Landsflokksins eru áform númer fjörutíu að setja fram frumvarp um ný lög á Alþingi Íslendinga í lok kjörtímabils 2025. Fjalla þau um að næstu- og framtíðarkosningar verða einstaklingar með kosningarstefnumál einungis kosnir á þing, en ekki stjórnmálaflokkar. Munu þá fulltrúar setjast á þing með þjóðarstefnumál sem að fá hvað mest fylgi almennings og eru réttkjörnir fyrir málefni sín. Þessi lög eiga að vera til þess að sporna við hverskyns spillingu og misbeitingu valds pólitískra hópa í þjóðfélaginu, klíkumyndunar og vegna sameiningar lands og þjóðar. Við teljum að flokkspólitík eigi ekki við lítil lönd eins og Ísland, þar sem að hætta er á klíkuskap í opinberum geira sem er miður gott fyrir þjóðfélagið og getur sundrað þjóð sem heild. Við viljum að almenningur í landinu fái að kjósa um lögin í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Um spillingu flokkanna sem að Landsflokkurinn ætlar m.a. að takast á við komist hann í ríkisstjórn. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jóhann Sigmarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hafði tjáð sig svo opinskátt í fjölmiðlum fyrir kosningar með að baða út höndunum að það væri sko enginn vilji innan Vinstri grænna að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Samt strax þegar að hún fékk keflið í hendurnar, þá myndaði hún ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Ætli Katrín viti muninn á sannleika og lygi? Það sem að virtist einungis vaka fyrir henni var að verða titillinn forsætisráðherra hvað sem að það kostaði. Hún var að segja kjósendum sínum að éta það sem úti frís með þessari stjórnarmyndun. Stjórnin sem mynduð var hefur verið kölluð hraðlygnir ráðherrar. Ef að er hugsað um það þá eru Katrín og Bjarni hið fullkomna tvíeyki, því það er ekki hægt að trúa einu orði sem upp úr þeim kemur. Miður fyrir þjóðina. Hún virðist hafa lítin skilning á embættinu sem að hún gegnir. Mjög oft þegar að bjátar eitthvað á hjá þjóðinni þá lætur hún sig hverfa. Næsta sem að sést af henni er í fréttatilkynningum sem að fjalla nánast ekki um neitt nema hversu frábært það sé að vera hún sjálf. Til að mynda þá hvarf hún þegar að það ætlaði allt að loga í verkföllum seinni hluta janúar 2019. Næsta sem að sást af henni var í sjónvarpsfréttum þegar að hún var að gefa einhverjum stjórnmálamanni fimm á Evrópuþinginu. Það sem að bjargaði verkfallinu var fall Wowair. Mun dýrara fyrir ríkið að láta flugfélagið falla Wowair bauð ríkisstjórninni að koma inn og taka flugfélagið yfir sem að hún hafnaði á þeirri forsendu að ríkið ætti ekki að eiga í flugfélagi. Fjármálaráðherra ráðfærði sig við vini sína úr Sjálfstæðisflokknum sem búið var að hlamma niður í stóla Íslandsstofu og voru áður hjá Icelandair. Það var þjóðarhagur að Wowair skyldi lifa áfram. Í gegnum flugstöðina fóru u.þ.b. 10 milljónir farþega með flugfélaginu þau tæplega 7 ár sem að það var starfrækt. Þúsundir urðu atvinnulausir í ört vaxandi ferðamannaiðnaði bæði á lofti og í landi út af því að flugfélagið varð gjaldþrota. Það hefur kostað mun meira fyrir ríkið að hafa látið flugfélagið falla. Svipað gerðist fyrir nokkrum árum þegar að Airberlin var á barmi gjaldþrots vegna óskynsamlegra ákvarðana í stjórnun. Þýska ríkið kom þar inn og tók það yfir því að það varðaði þjóðarhag. Þegar að stjórnin var mynduð blómstraði ferðamannabransinn á Íslandi. Hann var að deyja út áður en vírusinn byrjaði. Það má skrifa á ríkisstjórnina sem að situr núna. Ég veit ekki betur en að ríkisstjórnin hafi komið inn með nokkuð meira fjármagn í Icelandair þegar að það flugfélag var á barmi gjaldþrots nú í vetur. 100 ára Fullveldishátíðin var haldin 18. júlí 2018 á Þingvöllum og voru að margra mati mistök frá skipuleggjanda, Forseta Alþingis Steingrími J Sigfússyni. Forseti Íslands og forsetafrú, alþingismenn, ráðherrar, forseti danska þingsins, aðrir erlendir gestir og fáir góðir landsmenn mættu. Engum almenningi á Íslandi var boðið, en samt var hann látinn borga. Hátíðin kostaði yfir 80 milljónir og þá kostaði 22 milljónir að lýsa andlitin á elítunni tæpum þremur vikum frá bjartasta degi ársins. Sama var upp á teningnum þegar að Angela Merkel kanslari Þýskalands og fylgdarlið kom í heimsókn. Lögreglan var kölluð til við að ýta bílum út í kant svo að bílalest forsætisráðherra kæmist óhindrað til Þingvalla með gestina. Klaustursdónarnir Það var ekki nóg fyrir Sigmund Davíð að vera í panamaskjölunum og vilja ekki greiða skattinn sinn á Íslandi, reyna að fela tengsl sín við Wintris og neita að segja af sér, en vera svo þvingaður úr stól forsætisráðherra í fjölmennustu mótmælum í Íslandssögunni. Hann og félagar hans létu sér ekki segjast og stofnuðu nýjan flokk sem fékk nafnið Miðflokkurinn. Það náðist á símaupptöku þegar að þingmenn úr Miðflokknum og þingmenn úr Flokki Fólksins voru á fyllerí á hótelbarnum Klaustri. Upptökurnar ollu mikilli ólgu í íslenskum stjórnmálum vegna kvenfyrirlitningar, fordóma gegn fötluðum og misferlis í ráðningu sendiherraembætta sem komu fram í ummælum þingmannanna. Sigmundur Davíð taldi víst að hlerunarbúnaði hafa verið beitt og að George Soros hafi borgað fyrir það. Bára Halldórsdóttir, konan sem að tók þetta upp er öryrki vegna Behcet's, sjaldgæfs sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóms sem að hún þjáist af, var ein að verki. Henni blöskraði talsmáti þessa fólks af Alþingi okkar Íslendinga, þess vegna tók hún það upp. Miðflokksmenn reyndu að höfða málsókn gegn henni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti, en málinu var vísað frá í báðum tilvikum. Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnum var vikið úr Flokk Fólksins. Kænska Miðflokksins var að taka þá yfir og fara úr þeim minnsta flokk í stjórnarandstöðu í þann stærsta. Með öllu þá hefði ekki átt að leyfa það. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru kosnir af kjósendum Flokks Fólksins og vegna kosningastefnuskrá þess flokks. Það skiptir kannski litlu, því að flokkarnir standa nú við lítið af þessum hugvekjuloforðum sínum sem að oft breytast í loft eftir kosningar. Pólitískt at Sigríður Á Andersen sem byrjaði sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar skipaði dómara. Þetta var ekki bara við skipun eins dómara, heldur við skipun allra dómara við nýtt dómstig í landinu, Landsrétt. Sérstök fagleg matsnefnd hafði það hlutverk að meta hæfni umsækjenda. Dómsmálaráðherra vék hins vegar frá niðurstöðu matsnefndarinnar og hafnaði fjórum úr hópi þeirra fimmtán hæfustu og réð í staðinn aðra sem voru neðar á listanum sem voru taldir nákomnari Sjálfstæðisflokknum, þ.á.m. var eiginkona áhrifamikils þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með gjörningi þessum þá var pólitíkin að stilla upp dómsvaldinu eins og það hentaði ákveðnum aðilum, en ekki að gera það sem var rétt. Úrskurður yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er mikið áfall fyrir íslenska réttarkerfið, en Sigríði Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur hins vegar sagt að dómurinn skipti engu máli og sé bara pólitískt at í flokknum sínum. Þetta at mun samt kosta þjóðina skildinginn og auðvitað á almenningur bara að taka upp veskin sín og steinþegja. Sigríður sagði af sér embætti og við henni tók Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alveg óreynd á flestum sviðum. Fólk var að furða sig á því hvort að hún næði upp á borðið í dómsmálaráðuneytinu yfir höfuð. Pabbi hennar er Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður sem að m.a. reddaði Morgunblaðinu frá gjaldþroti með því að tala við Guðbjörgu Magneu Matthíasdóttur athafna- og útgerðarkonu í Vestmannaeyjum. Davíð Oddsson settist svo í ritstjórastólinn eftir að honum hafði verið sagt upp hjá féflettum Seðlabanka. Hann hefur verið sagður hugmyndasmiður og einn af gerendum hrunsins. Ísland þvottavél fyrir peninga Ísland átti að fara af á gráum lista hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðarhóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í nóvember á síðasta ári. Frestur var gefin til febrúar á þessu ári, en það hefur ekki gerst. Mín skoðun er sú að Ísland getur ekki farið af listanum nema að hreinsa alla reikninga í skattaskjólum. Reikningarnir eru yfirleitt tengdir almenningssjóðum, bönkum og illa fengnum gróða fyrir og eftir hrun. Íslenskt atvinnulíf er mikið bundið þessum viðskiptaháttum. Það var flétt af mörg hundruð Íslendingum sem áttu þar félög og reikninga. Upplýsingarnar koma úr gögnum frá Mossack Fonseca alþjóðlegrar lögmannastofu. Þar var einnig að finna upplýsingar um félög í eigu Finns Ingólfssonar, Helga S. Guðmundssonar og Hrólfs Ölvissonar, fyrrverandi alþingismanna, ráðherra og seðlabankastjóra. Mennirnir þrír hafa allir verið áhrifamenn innan Framsóknarflokksins á undanförnum áratugum og Hrólfur var framkvæmdastjóri flokksins þegar lekinn var gerður opinber. Ísland hefur virkað sem þvottavél fyrir peninga af þessum sökum þar sem að hryðjuverkasamtök og aðrir óprútnir aðilar geta þvegið fé sitt í skugga fjárfestinga. Það nýjasta sem að ríkisstjórnin gerði á dögunum var að leggja embætti Skattrannsóknarstjóra niður til að losna við skattransóknir íslenskra skattsvikara á aflandssvæðum sem að færir Ísland fjær þess að geta komist af gráa listanum. Samherji rannsakaði sjálfan sig og fann þá seku Helgi Seljan í þættinum Kveik fjallaði um Samherja vegna ásakana um að félagið hefði greitt mútugreiðslur til fyrirtækja og ráðherra í Namibíu. Ráðherrar hafa sagt af sér og eru í fangelsi ásamt öðrum sem að tengjast málinu í landinu. Málið er talið alvarlegt svikamál rannsakað í þó nokkrum löndum. Á Íslandi hins vegar eru yfirvöld eins og aparnir þrír sem að sjá ekki, heyra ekki og tala ekki. Strax morguninn eftir fyrstu umfjöllunina í Kveik hringdi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja og spurði hann hvernig hann hefði það. Forstjóri Samherja steig til hliðar og inn kom stjórnarformaður Íslandsstofu Björgólfur Jóhannesson og fyrrverandi forstjóri Icelandair í hans stað. Íslandsstofa hefur síðast þegar að ég vissi af yfir 730 fréttaveitur, umboðsmenn og blaðamenn á sínum snærum út um allan heim og getur auðveldlega miðlað og skrifað yfir fréttir. Það er einmitt það sem að Samherji fór að gera, miðlaði og skrifaði yfir fréttir. Málið var rannsakað af Samherja. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að uppljóstrarinn sé sá seki og Helgi Seljan sem að þeir einnig vilja að sé sagt upp störfum á RÚV. Ljúgðu Gosi, ljúgðu Það er sorglegt hvernig pólitíkin er orðin samofin spillingunni, dómskerfinu, löggjafarvaldinu og óheiðarlegum viðskiptajöfrunum í landinu. Meðal annars eru sjáanleg tengsl á milli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra og Ólafar Þórs Haukssonar héraðsaksóknara úr innherjaupplýsingunum úr Glitni. Þeir seldu allir í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett fyrir hrun. Það er ef til vill líka ástæðan fyrir því að illa hefur gengið að rannsaka hrunið og fólki því tengdu? Nú á dögunum var Júlíus Vífill Ingvarsson fyrrverandi borgarfulltrúi dæmdur fyrir spillingu sem tengd eru Panamaskjölunum og skattsvikum upp á tugi milljóna. Fékk hann 1 mánuð skilorðsbundinn dóm. Fólki er hreinlega mismunað í þjóðfélagi sem á að bera jafnan rétt og virðingu fyrir borgurum sínum. Öryrkjar sem að eiga í vandamáli með hugbreytandi vímugjafa og áfengi hafa verið dæmdir óskilorðsbundið í 12-16 mánaða fangelsi fyrir að stela samloku og kardimommudropum eða álíka úr stórmörkuðum á Íslandi. Þetta fólk er ekki það sem að skekur og dregur íslenskt samfélag niður fjárhagslega. Þetta fólk hefur einungis orðið undir í lífinu, oftast vegna áfalla. Bjarni er á móti sjúklingum og fátæklingum. Hann ætti að líta í eigin barm og vera örlítið heiðarlegri í hegðun sinni og starfi. Katrín er heldur betur búin að skipta um skoðun á Bjarna og hefur sagt hann vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft. Þetta minnir mig óneitanlega á gamlan fyrirleitinn brandara þegar að kona ein settist á andlitið á Gosa og sagði æst; Ljúgðu Gosi, ljúgðu! Svona gerum við útaf við gömlu flokkanna Krafa margra eftir hrunið 2008 var að leysa alla gömlu stjórnmálaflokkanna og hagsmunaklíkurnar upp. Það var ekki gert. Óheiðarlegir valdhafar úr kimum stjórnsýslunnar og bófar illa fengins gróða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna fengu að rannsaka sjálfa sig. Þetta fólk er illa innrætt og gjörsamlega siðblindur skríll sem að kemur úr sama spillingarvefnum. „Eva Joly sagði dóma fyrir efnahagsbrot þætti henni eðlilegt að setja ákvæði um að banna viðkomandi að stunda viðskipti. Í Frakklandi er til dæmis hægt að setja menn í fimm, tíu eða fimmtán ára bann frá viðskiptum.“ Frá hruni hafa allar fimm ríkisstjórnirnar tekið þátt í að veikja stöðu rannsóknarhóps sem rannsaka átti bankahrunið og skortur var á fagmönnum í alþjóðlegri fjármálaspillingu. Sum rannsóknar embættin hafa verið fjársvelt og síðar lögð niður. Þetta hefur ekki verið leiðrétt vegna hagsmuna viðskiptaelítunar. Það þarf að taka rótina burt sem að er gamla pólitíkin í landinu. Í kosningastefnuskrá Landsflokksins eru áform númer fjörutíu að setja fram frumvarp um ný lög á Alþingi Íslendinga í lok kjörtímabils 2025. Fjalla þau um að næstu- og framtíðarkosningar verða einstaklingar með kosningarstefnumál einungis kosnir á þing, en ekki stjórnmálaflokkar. Munu þá fulltrúar setjast á þing með þjóðarstefnumál sem að fá hvað mest fylgi almennings og eru réttkjörnir fyrir málefni sín. Þessi lög eiga að vera til þess að sporna við hverskyns spillingu og misbeitingu valds pólitískra hópa í þjóðfélaginu, klíkumyndunar og vegna sameiningar lands og þjóðar. Við teljum að flokkspólitík eigi ekki við lítil lönd eins og Ísland, þar sem að hætta er á klíkuskap í opinberum geira sem er miður gott fyrir þjóðfélagið og getur sundrað þjóð sem heild. Við viljum að almenningur í landinu fái að kjósa um lögin í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Um spillingu flokkanna sem að Landsflokkurinn ætlar m.a. að takast á við komist hann í ríkisstjórn. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun