Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 5. maí 2021 10:31 Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun