Samkeppni um Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 5. maí 2021 11:00 Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun