Hættum að refsa fólki fyrir að vinna Kristjana Rut Atladóttir skrifar 5. maí 2021 12:30 Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun