Guðjón Guðmundsson, Gaupi, fór yfir það helsta sem gerðist í leikjunum og má sjá það hér að neðan.
Breiðablik vann Fylki 9-0. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, hungruð í að spila eftir að hafa verið mikið frá keppni á síðustu leiktíð, kom Blikum á bragðið með laglegu marki.
Áslaug Munda skoraði tvö mörk í leiknum líkt og Birta Georgsdóttir sem lék þó aðeins síðustu tuttugu mínúturnar.
Tiffany McCarty, Karitas Tómasdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu einnig.
Í Eyjum var mun meiri spenna þar sem ÍBV komst yfir en Þór/KA vann að lokum 2-1 sigur, eftir að Karen María Sigurgeirsdóttir vann boltann og skoraði þegar tíu mínútur voru eftir.
Delaney Pridham hafði komið ÍBV yfir snemma leiks en Hulda Ósk Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA á 66. mínútu.