Íslenski boltinn

Sjáðu markasúpu Blika og hvernig Karen María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum

Sindri Sverrisson skrifar
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í stórsigrinum í gær.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í stórsigrinum í gær. stöð 2 sport

Breiðablik tók Fylki í kennslustund á Kópavogsvelli og Þór/KA vann sætan sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, í fyrstu tveimur leikjum Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, fór yfir það helsta sem gerðist í leikjunum og má sjá það hér að neðan.

Klippa: Fyrstu leikirnir í Pepsi Max-deild kvenna

Breiðablik vann Fylki 9-0. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, hungruð í að spila eftir að hafa verið mikið frá keppni á síðustu leiktíð, kom Blikum á bragðið með laglegu marki.

Áslaug Munda skoraði tvö mörk í leiknum líkt og Birta Georgsdóttir sem lék þó aðeins síðustu tuttugu mínúturnar.

Tiffany McCarty, Karitas Tómasdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu einnig.

Í Eyjum var mun meiri spenna þar sem ÍBV komst yfir en Þór/KA vann að lokum 2-1 sigur, eftir að Karen María Sigurgeirsdóttir vann boltann og skoraði þegar tíu mínútur voru eftir.

Delaney Pridham hafði komið ÍBV yfir snemma leiks en Hulda Ósk Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA á 66. mínútu.


Tengdar fréttir

Óvenju fljótar heim með stigin úr Eyjum

Þór/KA varð fyrsta liðið til að fagna sigri í Pepsi Max deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í Vestmanneyjum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×