Trump áfram í banni á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Donald Trump hefur ekki mátt nota Facebook, Instagram, Twitter né YouTube síðan í janúar. Getty Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum. Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum.
Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira