Trump áfram í banni á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Donald Trump hefur ekki mátt nota Facebook, Instagram, Twitter né YouTube síðan í janúar. Getty Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum. Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum.
Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira