Innrás söngtifanna: Billjónir skordýra skríða upp á yfirborðið eftir sautján ár neðanjarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 21:39 Söngtifa skríður upp úr jörðinni í Maryland í Bandaríkjunum. Söngtifurnar eru yfirleitt um þrír sentímetrar að stærð, þó þær líti ef til vill út fyrir að vera stærri á myndinni. AP/Carolyn Kaster Á næstu dögum munu billjónir söngtifa skríða upp úr jörðinni í Bandaríkjunum til að þroskast, makast, og koma fyrir eggjum. Þegar eggin klekjast skríða afkvæmin ofan í jörðina, eingöngu til þess að koma aftur upp á yfirborðið sautján eða þrettán árum síðar. Tímalengdin fer eftir því hvaða tegund söngtifa er að ræða en þær eru sjö. Samkvæmt National Geographic er vitað um fimmtán árganga söngtifa í Bandaríkjunum og sá sem er að koma upp á yfirborðið þessa dagana kallast „Brood X“ og er hann á austurströnd Bandaríkjanna. Brood X eru meðal stærstu söngtifa sem vitað er um. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við hafa verið við rannsóknir í Maryland og áætla að þar megi finna um milljón söngtifur á hverri ekru (rúmlega fjögur þúsund fermetrar). Í einni lítilli skóflustungu, fundu þau sjö söngtifur. Hér má sjá útskýringarmyndband AP fréttaveitunnar. Dýrin skríða upp úr jörðinni þegar hún verður tæplega 18 gráðu heit og er það að gerast fyrr núna en áður vegna veðurfarsbreytinga. Þá eru tilteknir staðir þar sem jörðin er heitari en annarsstaðar og er ekki vitað með vissu hvenær söngtifurnar skríða upp úr jörðinni í massavís, þó margar þeirra hafi þegar fundist víða. The video speaks for itself! More cicadas have emerged on the University of Maryland College Park campus. Are you ready to experience the deafening hum of billions of cicadas in the next two weeks? pic.twitter.com/XWim1gu1ZK— CicadaCrewUMD (@CicadaCrewUMD) May 5, 2021 Þegar söngtifurnar koma upp úr jörðinni leggja þær mikið kapp á að komast frá jörðinni. Þær skríða upp allt sem er í boði og þá helst tré. Þar kalla karldýrin af miklum látum eftir maka. Heppnist það þarf að verpa eggjum og oftar en ekki deyja dýrin svo í kjölfarið. Þetta ferli gerist hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið sem skráð er í sögubækurnar var í Massachusetts árið 1634. Þá héldu strangtrúaðir innflytjendur að engisprettuplága eins og þær sem nefndar eru í gamla testamentinu væri að skella á. Tonight may be the night. Tons emerging in the yard. pic.twitter.com/uUcBU6pXOM— Tim Pfeiffer (@Tim_Pfeiffer) May 5, 2021 Bandaríkin Dýr Skordýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tímalengdin fer eftir því hvaða tegund söngtifa er að ræða en þær eru sjö. Samkvæmt National Geographic er vitað um fimmtán árganga söngtifa í Bandaríkjunum og sá sem er að koma upp á yfirborðið þessa dagana kallast „Brood X“ og er hann á austurströnd Bandaríkjanna. Brood X eru meðal stærstu söngtifa sem vitað er um. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við hafa verið við rannsóknir í Maryland og áætla að þar megi finna um milljón söngtifur á hverri ekru (rúmlega fjögur þúsund fermetrar). Í einni lítilli skóflustungu, fundu þau sjö söngtifur. Hér má sjá útskýringarmyndband AP fréttaveitunnar. Dýrin skríða upp úr jörðinni þegar hún verður tæplega 18 gráðu heit og er það að gerast fyrr núna en áður vegna veðurfarsbreytinga. Þá eru tilteknir staðir þar sem jörðin er heitari en annarsstaðar og er ekki vitað með vissu hvenær söngtifurnar skríða upp úr jörðinni í massavís, þó margar þeirra hafi þegar fundist víða. The video speaks for itself! More cicadas have emerged on the University of Maryland College Park campus. Are you ready to experience the deafening hum of billions of cicadas in the next two weeks? pic.twitter.com/XWim1gu1ZK— CicadaCrewUMD (@CicadaCrewUMD) May 5, 2021 Þegar söngtifurnar koma upp úr jörðinni leggja þær mikið kapp á að komast frá jörðinni. Þær skríða upp allt sem er í boði og þá helst tré. Þar kalla karldýrin af miklum látum eftir maka. Heppnist það þarf að verpa eggjum og oftar en ekki deyja dýrin svo í kjölfarið. Þetta ferli gerist hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið sem skráð er í sögubækurnar var í Massachusetts árið 1634. Þá héldu strangtrúaðir innflytjendur að engisprettuplága eins og þær sem nefndar eru í gamla testamentinu væri að skella á. Tonight may be the night. Tons emerging in the yard. pic.twitter.com/uUcBU6pXOM— Tim Pfeiffer (@Tim_Pfeiffer) May 5, 2021
Bandaríkin Dýr Skordýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira