Innrás söngtifanna: Billjónir skordýra skríða upp á yfirborðið eftir sautján ár neðanjarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 21:39 Söngtifa skríður upp úr jörðinni í Maryland í Bandaríkjunum. Söngtifurnar eru yfirleitt um þrír sentímetrar að stærð, þó þær líti ef til vill út fyrir að vera stærri á myndinni. AP/Carolyn Kaster Á næstu dögum munu billjónir söngtifa skríða upp úr jörðinni í Bandaríkjunum til að þroskast, makast, og koma fyrir eggjum. Þegar eggin klekjast skríða afkvæmin ofan í jörðina, eingöngu til þess að koma aftur upp á yfirborðið sautján eða þrettán árum síðar. Tímalengdin fer eftir því hvaða tegund söngtifa er að ræða en þær eru sjö. Samkvæmt National Geographic er vitað um fimmtán árganga söngtifa í Bandaríkjunum og sá sem er að koma upp á yfirborðið þessa dagana kallast „Brood X“ og er hann á austurströnd Bandaríkjanna. Brood X eru meðal stærstu söngtifa sem vitað er um. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við hafa verið við rannsóknir í Maryland og áætla að þar megi finna um milljón söngtifur á hverri ekru (rúmlega fjögur þúsund fermetrar). Í einni lítilli skóflustungu, fundu þau sjö söngtifur. Hér má sjá útskýringarmyndband AP fréttaveitunnar. Dýrin skríða upp úr jörðinni þegar hún verður tæplega 18 gráðu heit og er það að gerast fyrr núna en áður vegna veðurfarsbreytinga. Þá eru tilteknir staðir þar sem jörðin er heitari en annarsstaðar og er ekki vitað með vissu hvenær söngtifurnar skríða upp úr jörðinni í massavís, þó margar þeirra hafi þegar fundist víða. The video speaks for itself! More cicadas have emerged on the University of Maryland College Park campus. Are you ready to experience the deafening hum of billions of cicadas in the next two weeks? pic.twitter.com/XWim1gu1ZK— CicadaCrewUMD (@CicadaCrewUMD) May 5, 2021 Þegar söngtifurnar koma upp úr jörðinni leggja þær mikið kapp á að komast frá jörðinni. Þær skríða upp allt sem er í boði og þá helst tré. Þar kalla karldýrin af miklum látum eftir maka. Heppnist það þarf að verpa eggjum og oftar en ekki deyja dýrin svo í kjölfarið. Þetta ferli gerist hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið sem skráð er í sögubækurnar var í Massachusetts árið 1634. Þá héldu strangtrúaðir innflytjendur að engisprettuplága eins og þær sem nefndar eru í gamla testamentinu væri að skella á. Tonight may be the night. Tons emerging in the yard. pic.twitter.com/uUcBU6pXOM— Tim Pfeiffer (@Tim_Pfeiffer) May 5, 2021 Bandaríkin Dýr Skordýr Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tímalengdin fer eftir því hvaða tegund söngtifa er að ræða en þær eru sjö. Samkvæmt National Geographic er vitað um fimmtán árganga söngtifa í Bandaríkjunum og sá sem er að koma upp á yfirborðið þessa dagana kallast „Brood X“ og er hann á austurströnd Bandaríkjanna. Brood X eru meðal stærstu söngtifa sem vitað er um. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við hafa verið við rannsóknir í Maryland og áætla að þar megi finna um milljón söngtifur á hverri ekru (rúmlega fjögur þúsund fermetrar). Í einni lítilli skóflustungu, fundu þau sjö söngtifur. Hér má sjá útskýringarmyndband AP fréttaveitunnar. Dýrin skríða upp úr jörðinni þegar hún verður tæplega 18 gráðu heit og er það að gerast fyrr núna en áður vegna veðurfarsbreytinga. Þá eru tilteknir staðir þar sem jörðin er heitari en annarsstaðar og er ekki vitað með vissu hvenær söngtifurnar skríða upp úr jörðinni í massavís, þó margar þeirra hafi þegar fundist víða. The video speaks for itself! More cicadas have emerged on the University of Maryland College Park campus. Are you ready to experience the deafening hum of billions of cicadas in the next two weeks? pic.twitter.com/XWim1gu1ZK— CicadaCrewUMD (@CicadaCrewUMD) May 5, 2021 Þegar söngtifurnar koma upp úr jörðinni leggja þær mikið kapp á að komast frá jörðinni. Þær skríða upp allt sem er í boði og þá helst tré. Þar kalla karldýrin af miklum látum eftir maka. Heppnist það þarf að verpa eggjum og oftar en ekki deyja dýrin svo í kjölfarið. Þetta ferli gerist hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið sem skráð er í sögubækurnar var í Massachusetts árið 1634. Þá héldu strangtrúaðir innflytjendur að engisprettuplága eins og þær sem nefndar eru í gamla testamentinu væri að skella á. Tonight may be the night. Tons emerging in the yard. pic.twitter.com/uUcBU6pXOM— Tim Pfeiffer (@Tim_Pfeiffer) May 5, 2021
Bandaríkin Dýr Skordýr Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira