Hljóð og mynd Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 08:01 Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun