25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 23:26 Fjölmargir þungvopnaðir lögregluþjónar komu að atlögunni. EPA/Andre Coelho Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag. Brasilía Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag.
Brasilía Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira