Borgin að baki heimsfaraldurs Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 7. maí 2021 07:30 Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skipulag Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun